Iðnaðarráðherra segir að of geyst hafi verið farið í friðlýsingu Þjórsárvera Karen Kjartansdóttir skrifar 22. júní 2013 12:26 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að alltof hratt hafi verið unnið að friðlýsingu Þjórsárvera og góð stjórnsýsla ekki höfð í hávegum. Friðlýsing Þjórsárvera sé mikilvæg en fara verði eftir lögum. Í fyrradag sendi Landsvirkjunar athugasemdir um friðlýsingu Þjórsárvera til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Athugasemdir fyrirtækisins urðu til þess að hann frestaði fyrirhugaðri undirritun um stækkun friðlandsins rétt áður en atburðurinn átti að fara fram við hátíðlega athöfn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Sigurður Ingi að hann vildi vanda sig við embættisverkin og því teldi hann betra að kanna málið til hlítar. Í athugasemdum Landsvirkjunar var fullyrt að verulegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni. Ekki hefði verið farið eftir 58. grein náttúverndarlaga sem kveða á um það drög að friðlýsingarskilmálum séu lögð fyrir eigendur lands og rétthafa, hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna kunna að eiga að gæta. Þá kemur fram í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi í gæ,r að miðað við mörk fyrirhugaðs friðlands væri ljóst að Norðlingaölduveita væri úr sögunni en hún væri með hagkvæmustu virkjanakostum landsins og langt utan núverandi friðlands. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist taka ábendingar Landsvirkjunar mjög alvarlega. „Norðlingaölduveita er mikilvæg framkvæmd. Friðlýsing Þjórsárvera er líka mjög miklvæg og því þarf að fara eftir réttri stjórnsýslu. Við erum ekki að gera athugasemdir við friðlýsingu þeirra en það þarf að passa upp á að öllum sé veittur andmælaréttur samkvæmt lögum og að athugasemdir séu kynntar. Í þessu tilfelli hafa komið fram athugasemdir frá sveitarfélögum sem hafa ekki fengið að sjá athugasemdir Landsvirkjunar og ekki haft þær fyrir framan sig þegar ákvörðunin um friðlýsingamörkin voru tekin,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að Landsvirkjun eigi þarna hagsmuna að gæta enda fari fyrirtækið með virkjanaleyfi frá Alþingi og hafi varið þarna mikilum tíma og fjármunum í rannsóknir, uppbygginu og undirbúning að þessum virkjanakosti. „Það er því algjörlega forsenda þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta að allar upplýsingar liggi fyrir,“ segir Ragnheiður. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að alltof hratt hafi verið unnið að friðlýsingu Þjórsárvera og góð stjórnsýsla ekki höfð í hávegum. Friðlýsing Þjórsárvera sé mikilvæg en fara verði eftir lögum. Í fyrradag sendi Landsvirkjunar athugasemdir um friðlýsingu Þjórsárvera til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra. Athugasemdir fyrirtækisins urðu til þess að hann frestaði fyrirhugaðri undirritun um stækkun friðlandsins rétt áður en atburðurinn átti að fara fram við hátíðlega athöfn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Sigurður Ingi að hann vildi vanda sig við embættisverkin og því teldi hann betra að kanna málið til hlítar. Í athugasemdum Landsvirkjunar var fullyrt að verulegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferðinni. Ekki hefði verið farið eftir 58. grein náttúverndarlaga sem kveða á um það drög að friðlýsingarskilmálum séu lögð fyrir eigendur lands og rétthafa, hlutaðeigandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna kunna að eiga að gæta. Þá kemur fram í fréttatilkynningu, sem fyrirtækið sendi í gæ,r að miðað við mörk fyrirhugaðs friðlands væri ljóst að Norðlingaölduveita væri úr sögunni en hún væri með hagkvæmustu virkjanakostum landsins og langt utan núverandi friðlands. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segist taka ábendingar Landsvirkjunar mjög alvarlega. „Norðlingaölduveita er mikilvæg framkvæmd. Friðlýsing Þjórsárvera er líka mjög miklvæg og því þarf að fara eftir réttri stjórnsýslu. Við erum ekki að gera athugasemdir við friðlýsingu þeirra en það þarf að passa upp á að öllum sé veittur andmælaréttur samkvæmt lögum og að athugasemdir séu kynntar. Í þessu tilfelli hafa komið fram athugasemdir frá sveitarfélögum sem hafa ekki fengið að sjá athugasemdir Landsvirkjunar og ekki haft þær fyrir framan sig þegar ákvörðunin um friðlýsingamörkin voru tekin,“ segir Ragnheiður. Hún segir alveg skýrt að Landsvirkjun eigi þarna hagsmuna að gæta enda fari fyrirtækið með virkjanaleyfi frá Alþingi og hafi varið þarna mikilum tíma og fjármunum í rannsóknir, uppbygginu og undirbúning að þessum virkjanakosti. „Það er því algjörlega forsenda þess að hægt sé að taka ákvörðun um þetta að allar upplýsingar liggi fyrir,“ segir Ragnheiður.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira