Fótbolti

Spánn með öruggan sigur á Nígeríu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jordi Alba gerði tvö mörk fyrir Spánverja í kvöld.
Jordi Alba gerði tvö mörk fyrir Spánverja í kvöld. Mynd / Getty Images
Spánverjar unnu öruggan sigur á Nígeríu, 3-0, í Álfukeppninni sem fram fer þessa dagana í Brasilíu.

Um var að ræða lokaumferð B-riðils en Spánverjar vinna riðilinn með fullt hús stiga eða níu stig.

Jordi Alba gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Fernando Torres sem skoraði síðan annað mark Spánverja þegar um hálftími var eftir af leiknum. Torres skallaði boltann í netið en var nýkominn inn á sem varamaður.

Jordi Alba gerði síðan þriðja mark leiksins og sitt tveim mínútum fyrir leikslok.

Spánverjar mæta Ítölum í undanúrslitum mótsins.

Úrúgvæ rústaði Tahíti, 8-0, og náðu því annað sæti riðilsins með sex stig. Úrúgvæ mætir því Brasilíu í undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×