Fótbolti

Kínverjar ráku Camacho

Camacho er atvinnulaus.
Camacho er atvinnulaus.
Jose Antonio Camacho, fyrrum landsliðsþjálfari Spánverja og Real Madrid, hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kínverja. Hann var ekki að ná neinum árangri með liðið.

Kínverjar réðu Camacho í ágúst árið 2011. Undir hans stjórn hefur liðið tapað 11 af 20leikjum. Þar á meðal var 8-0 tap gegn Brasilíu sem er versta tap Kínverja.

Það þótti einnig neyðarlegt þegar Kínverjar töpuðu 5-1 fyrir Tælendingum í fyrra og átti um leið ekki möguleika á því að komast á HM.

Landslið Kínverja féll niður í 109. sæti á FIFA-listanum undir stjórn Camacho en liðið hefur aldrei farið neðar á listanum.

Camacho fékk rúmlega 450 milljónir króna í árslaun hjá Kinverjum. Þeir greiða honum um 500 milljónir króna fyrir að hætta strax en hann átti ár eftir af samningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×