Enski boltinn

Juventus staðfestir komu Tevez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa staðfest að félagið hafi gengið frá kaupunum á Argentínumanninum Carlos Tevez frá Manchester City.

Tevez skrifaði undir þriggja ára samning og mun klæðast treyju númer tíu hjá félaginu. Kaupverðið er sagt vera um 10 milljónir punda en það hækkar ef Tevez stendur sig vel.

Tevez hélt til Ítalíu í dag til að semja um kaup og kjör eftir að félag hans, Manchester City, samþykkti tilboð Juventus í kappann.

Tevez var þó einnig orðaður við önnur lið, til að mynda AC Milan. „Ég er mjög ánægður með að vera hér hjá Juve,“ sagði hann í sjónvarpsviðtölum á Ítalíu í dag.

„Þetta er mikið ánægjuefni fyrir mig. Ég mun segja meira á blaðamannafundinum - en Juventus vildi mig meira en Milan.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×