Enski boltinn

Huddlestone nálgast Sunderland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tom Huddlestone í leik með Tottenham
Tom Huddlestone í leik með Tottenham Mynd / Getty Images
Paolo Di Canio, knattspyrnustjóri Sunderland, er í þann mund að klófesta Tom Huddlestone frá Tottenham en kaupverðið mun vera 5 milljónir punda.

Huddlestone  hefur verið hjá Tottenham síðan árið 2005 en virðist ekki vera ánægður með spilatímann sem hann fékk á síðasta tímabili.

Miðjumaðurinn ætti því að styrkja lið Sunderland umtalsvert en Paolo Di Canio gagnrýndi leikmenn sína mikið á dögunum fyrir að vera ekki í nægilega góðu formi.

Spurning hvort Huddlestone haldi sér við efnið hjá Sunderland ef af félagsskiptunum verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×