Enski boltinn

Stefnum á sögulegan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brasilía getur skráð nafn sitt í sögubækurnar á morgun með sigri á Spáni í úrslitaleik Álfukeppninnar.

Neymar og félagar hans í brasilíska landsliðinu geta orðið fyrsta liðið sem vinnur Álfubikarinn þrjú skipti í röð en liðið varð einnig meistari árið 2005 og 2009.

„Við munum spila fyrir fjölskyldur okkar og vini en fyrst og fremst fyrir brasilísku þjóðina,“ sagði hann á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir sögulegan leik og við munum verja land okkar. Það eru margir frábærir leikmenn að spila en ég vona bara að við endum mótið sem meistarar.“

„Ég mun gera það sem ég get til að hjálpa mínu liði - taka aukaspyrnur, gefa sendingar út um allan völl og skora mörk. Ég vil bara hjálpa til.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×