Gunnar Nelson byrjaður að æfa á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2013 11:47 „Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. Gunnar gekk nýverið undir aðgerð á hné þar sem gert var að sködduðum liðþófa. Af þeim sökum varð hann að hætta við þátttöku í stóru bardagakvöldi UFC sem fór fram í Las Vegas í lok síðasta mánaðar. „Hann fékk að glíma í 20-30 mínútur og fann ekki fyrir neinum verkjum. Ætlunin var að hann væri búinn að ná fullum styrk í lok sumars og þetta er allt eftir planinu,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í morgun. Haraldur segir að það hafi verið eitthvað um vökvasöfnun í hnénu eins og er eðlilegt eftir slíkar aðgerðir. Gunnar vill ekki láta tappa af hnénu eins og stundum er gert heldur leyfa líkamanum að losa sig við vökvann sjálfur. „Hann hefur verið duglegur að synda og er mikið í sjósundi. Hann hefur stundað það á hverjum degi í nokkurn tíma og finnst það hjálpa til. Hann hefur tröllatrú á sjósundi.“ Haraldur segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu í Las Vegas, þar sem Gunnar átti sjálfur að keppa. „Hann var löngu búinn að sætta sig við þetta. Auðvitað var það ekki skemmtilegt að þurfa að hætta við enda er þetta ein af þremur stærstu UFC-sýningum á ári hverju.“ „En hann horfði á bardagana og hafði gaman að eins og ávallt.“ Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Sjá meira
„Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. Gunnar gekk nýverið undir aðgerð á hné þar sem gert var að sködduðum liðþófa. Af þeim sökum varð hann að hætta við þátttöku í stóru bardagakvöldi UFC sem fór fram í Las Vegas í lok síðasta mánaðar. „Hann fékk að glíma í 20-30 mínútur og fann ekki fyrir neinum verkjum. Ætlunin var að hann væri búinn að ná fullum styrk í lok sumars og þetta er allt eftir planinu,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í morgun. Haraldur segir að það hafi verið eitthvað um vökvasöfnun í hnénu eins og er eðlilegt eftir slíkar aðgerðir. Gunnar vill ekki láta tappa af hnénu eins og stundum er gert heldur leyfa líkamanum að losa sig við vökvann sjálfur. „Hann hefur verið duglegur að synda og er mikið í sjósundi. Hann hefur stundað það á hverjum degi í nokkurn tíma og finnst það hjálpa til. Hann hefur tröllatrú á sjósundi.“ Haraldur segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu í Las Vegas, þar sem Gunnar átti sjálfur að keppa. „Hann var löngu búinn að sætta sig við þetta. Auðvitað var það ekki skemmtilegt að þurfa að hætta við enda er þetta ein af þremur stærstu UFC-sýningum á ári hverju.“ „En hann horfði á bardagana og hafði gaman að eins og ávallt.“
Íþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Sjá meira