Gunnar Nelson byrjaður að æfa á ný Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júní 2013 11:47 „Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. Gunnar gekk nýverið undir aðgerð á hné þar sem gert var að sködduðum liðþófa. Af þeim sökum varð hann að hætta við þátttöku í stóru bardagakvöldi UFC sem fór fram í Las Vegas í lok síðasta mánaðar. „Hann fékk að glíma í 20-30 mínútur og fann ekki fyrir neinum verkjum. Ætlunin var að hann væri búinn að ná fullum styrk í lok sumars og þetta er allt eftir planinu,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í morgun. Haraldur segir að það hafi verið eitthvað um vökvasöfnun í hnénu eins og er eðlilegt eftir slíkar aðgerðir. Gunnar vill ekki láta tappa af hnénu eins og stundum er gert heldur leyfa líkamanum að losa sig við vökvann sjálfur. „Hann hefur verið duglegur að synda og er mikið í sjósundi. Hann hefur stundað það á hverjum degi í nokkurn tíma og finnst það hjálpa til. Hann hefur tröllatrú á sjósundi.“ Haraldur segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu í Las Vegas, þar sem Gunnar átti sjálfur að keppa. „Hann var löngu búinn að sætta sig við þetta. Auðvitað var það ekki skemmtilegt að þurfa að hætta við enda er þetta ein af þremur stærstu UFC-sýningum á ári hverju.“ „En hann horfði á bardagana og hafði gaman að eins og ávallt.“ Íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira
„Hann er byrjaður að rúlla aðeins á dýnunni,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans Gunnars Nelson. Gunnar gekk nýverið undir aðgerð á hné þar sem gert var að sködduðum liðþófa. Af þeim sökum varð hann að hætta við þátttöku í stóru bardagakvöldi UFC sem fór fram í Las Vegas í lok síðasta mánaðar. „Hann fékk að glíma í 20-30 mínútur og fann ekki fyrir neinum verkjum. Ætlunin var að hann væri búinn að ná fullum styrk í lok sumars og þetta er allt eftir planinu,“ sagði Haraldur í samtali við Vísi í morgun. Haraldur segir að það hafi verið eitthvað um vökvasöfnun í hnénu eins og er eðlilegt eftir slíkar aðgerðir. Gunnar vill ekki láta tappa af hnénu eins og stundum er gert heldur leyfa líkamanum að losa sig við vökvann sjálfur. „Hann hefur verið duglegur að synda og er mikið í sjósundi. Hann hefur stundað það á hverjum degi í nokkurn tíma og finnst það hjálpa til. Hann hefur tröllatrú á sjósundi.“ Haraldur segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu í Las Vegas, þar sem Gunnar átti sjálfur að keppa. „Hann var löngu búinn að sætta sig við þetta. Auðvitað var það ekki skemmtilegt að þurfa að hætta við enda er þetta ein af þremur stærstu UFC-sýningum á ári hverju.“ „En hann horfði á bardagana og hafði gaman að eins og ávallt.“
Íþróttir Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sjá meira