Innlent

Sighvatur segir marga í sömu stöðu og fólkið á Eir

Sighvatur BJörgvinsson.
Sighvatur BJörgvinsson.

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi heilbrigðisráðherra Alþýðuflokksins segist vita til þess að stór hópur eldri borgara sé í svipuðum sporum og þeir sem gerðu samninga við hjúkrunarheimilið EIR og töpuðu stórum hluta af ævisparnaði sínum.

Sighvatur var gestur í morgunþættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í morgun. Þar bárust málefni hjúkrunarheimilisins Eirar í tal en félagið sótti á dögunum um greiðslustöðvun. Um þrjúhundruð íbúar á Eir eru nú í óvissu með ævisparnað sinn og segir Sighvatur slíkt ekki einskorðast við Eir.

Hann segist vita til þess að stór hópur sé búinn samskonar samninga um samskonar dvöl í öryggisíbúðum hjá öðrum samtökum sem hafa ekkert fast í hendi. „Ég veit að það er í gangi víða,“ segir Sighvatur. Hann segist þó ekki vilja fullyrða að það fólk fari eins illa út úr sínum málum og fólkið á Eir.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×