Innlent

Hundi stolið á Skólavörðustíg

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tíkin Snæja er af tegundinni Bichon Frise. Hún var með dökkbleika hálsól og rauðan taum þegar hún hvarf í gærkvöldi.
Tíkin Snæja er af tegundinni Bichon Frise. Hún var með dökkbleika hálsól og rauðan taum þegar hún hvarf í gærkvöldi.

„Ég skil þetta ekki. Ég batt hana við staur eins og ég hef margoft gert áður, stökk inn í búð í 2 mínútur til að kaupa mjólk og þegar ég kom aftur út var hún horfin, ólin og allt saman með henni,“ segir Þórdís Hulda Árnadóttir, 17 ára hundaeigandi. Hún varð fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að hundinum hennar var stolið þegar hún brá sér inn í Krambúðina á Skólavörðustíg um ellefu leitið í gærkvöldi.

Tíkin Snæja er tólf ára gömul af tegundinni Bichon Frise. Hún er hvít að lit og minnir einna helst á púðluhund. Snæja var með dökkbleika hálsól og rauðan taum þegar hún hvarf í gær. „Það liggur enginn vafi á að það hafi einhver tekið hana, hún hefði aldrei hlaupið burt sjálf,“ segir Þórdís sem er mjög áhyggjufull. „Snæja er mjög gömul, lasin og þarf að vera á sérfæði. Hún mun ekki lifa lengi án matar og hlýju.“

Snæju er sárt saknað og biður Þórdís alla sem gætu haft upplýsingar  um hvar hún er niðurkomin að hafa samband í síma 779-6053 eða 690-0309. Fundarlaunum heitið fyrir þann sem kemur henni til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×