Innlent

Staðfestir fangelsisdóm yfir Steinari Aubertssyni

Steinar Aubertsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins.
Steinar Aubertsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Mynd/365

Hæstiréttur hefur staðfest átján mánaða fangelsisdóm yfir Steinari Aubertssyni fyrir að skipuleggja innflutning á rúmlega hálfu kílói af kókaíni frá Danmörku til Íslands.

Steinar var um tíma eftirlýstur af Interpol vegna málsins en var framseldur hingað til lands í byrjun september á síðasta ári.

Dómur féll í héraði í desember en þá var Steinar dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að skipuleggja innflutninginn ásamt tveimur öðrum.

Sá sem þyngsta dóminn hlaut var Giovanna Soffía Gabríella Spanó en hún lét meðal annars móður sína flytja fíkniefni á milli landa án hennar vitundar. Þá var Magnús Björn Haraldsson tveggja ára fangelsi. Þau áfrýjuðu ekki dómi héraðsdóms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×