Innlent

Englar alheimsins með níu tilnefningar á Grímunni

Jóhannes Stefánsson skrifar
Leiksýningin Englar alheimsins í leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar hlýtur níu tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár.
Leiksýningin Englar alheimsins í leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar hlýtur níu tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár.

Leiksýningin Englar alheimsins í leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Símons Birgissonar hlýtur níu tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár. Tilnefningarnar voru kynntar við athöfn á Stóra sviði Þjóðleikhússins rétt í þessu.

Fast á hæla Englanna komu tvær sýningar Borgarleikhússins, Gullregn eftir Ragnar Bragason og Mary Poppins í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Verkin þrjú eru öll tilnefnd sem sýning ársins, auk Macbeth, sem fær alls sjö tilnefningar, og Blam!, sem fær  sex tilnefningar. 

Englar alheimsins og Gullregn eru auk þess tilnefnd í flokknum leikrit ársins ásamt Jónsmessunótt eftir Hávar Sigurjónsson, Karma fyrir fugla, eftir Kari Ósk Grétudóttur og Kristínu Eiríksdóttur og Grande eftir Tyrfing Tyrfingsson.

Alls komu 63 verk til greina til Grímuverðlauna í ár, þar af þrettán dansverk og sjö útvarpsverk en tilnefningar eru 83 talsins í átján flokkum.

Hér að neðan má sjá tilnefningar til Grímuverðlaunanna:

Tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna 2013

Sýning ársins 2013

Englar Alheimsins

Leikgerð eftir Þorleif Örn Arnarsson og Símon Birgisson

Byggt á skáldsögu eftir Einar Má Guðmundsson

Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson

Í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Blam!

eftir Kristján Ingimarsson og Neander í samstarfi við Borgarleikhúsið

Leikstjórn Kristján Ingimarsson

Í sviðssetningu Neander og Borgarleikhússins

Mary Poppins

eftir P.L Travers, R.M. Sherman, R.B. Sherman, J. Fellowes, G. Stiles, A. Drewe, C. Mackintosh og Walt Disney.

Leikstjórn Bergur Þór Ingólfsson

Þýðing Gísli Rúnar Jónsson

Í sviðssetningu Borgarleikhússins

MacBeth

eftir William Shakespeare

Leikstjórn Benedict Andrews.

Þýðing Þórarinn Eldjárn

Í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Gullregn

eftir Ragnar Bragason

Leikstjórn Ragnar Bragason

Í sviðssetningu Borgarleikhússins

Leikrit ársins 2013

Englar Alheimsins

Leikgerð eftir Þorleif Örn Arnarsson og Símon Birgisson

Byggt á skáldsögu eftir Einar Má Guðmundsson

Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson

Í sviðssetningu  Þjóðleikhússins

Gullregn

eftir Ragnar Bragason

Leikstjórn Ragnar Bragason

Í sviðssetningu Borgarleikhússins

Jónsmessunótt

eftir Hávar Sigurjónsson

Leikstjórn Harpa Arnardóttir

Í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Karma fyrir Fugla

eftir Kari Ósk Grétudóttur og Kristínu Eiríksdóttur

Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir

Í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Grande

eftir Tyrfing Tyrfingsson

Leikstjórn Tyrfingur Tyrfingsson

Í sviðssetningu Tyrfings Tyrfingssonar

Leikstjóri árins 2013

Þorleifur Örn Arnarsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Englar alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Egill Heiðar Anton Pálsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Leigumorðinginn í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar

Bergur Þór Ingólfsson fyrir leikstjórn í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Kristín Jóhannesdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Rautt í sviðssetningu Borgarleikhússins

Ragnar Bragason fyrir leikstjórn í leiksýningunni Gullregn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Leikari ársins 2013 í aðalhlutverki

Atli Rafn Sigurðarson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Englar alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jóhann Sigurðarson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Rautt í sviðssetningu Borgarleikhússins

Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Mýs og menn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Benedikt Erlingsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ormstunga í sviðssetningu Borgarleikhússins og Gulldrengsins

Kristján Ingimarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Blam! í sviðssetningu Neander og Borgarleikhússins

Leikkona ársins 2013 í aðalhlutverki

Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Macbeth í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jóhanna Vigdís Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Gullregn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Jónsmessunótt í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þórunn Arna Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Karma fyrir fugla í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Leikari ársins 2013 í aukahlutverki

Hilmar Guðjónsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Rautt í sviðssetningu Borgarleikhússins

Hallgrímur Ólafsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Gullregn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í verkinu Macbeth í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Eggert Þorleifsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Tveggja þjónn í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Pálmi Gestsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Fyrirheitnalandið í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Leikkona ársins í 2013 aukahlutverki

Halldóra Geirharðsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Gullregn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Gullregn  í sviðssetningu Borgarleikhússins

Halldóra Geirharðsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Ormstunga í  sviðssetningu Borgarleikhússins og Gulldrengsins

Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Jónsmessunótt í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Sólveig Arnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Englar alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Leikmynd ársins 2013

Börkur Jónsson fyrir leikmynd í verkinu Bastarðar í sviðssetningu Vesturports, Malmö Stadsteater, Theater Far302 og Borgarleikhússins

Petr Hloušek fyrir leikmynd í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Vytautas Narbutas fyrir leikmynd í leiksýningunni Englar alheimsins í sviðssetningu  Þjóðleikhússins

Finnur Arnar Arnarson fyrir leikmynd í leiksýningunni Fyrirheitnalandið í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kristian Knudsen fyrir leikmynd í verkinu Blam! í sviðssetningu Neander leikhússins og Borgarleikhússins

Búningar ársins 2013

María Th. Ólafsdóttir fyrir búninga í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Filippía I.Elísdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Englar alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Aldís Davíðsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Hjartaspaðar í sviðssetningu Skýjasmiðjunnar og Gaflaraleikhússins

Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Macbeth í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þórunn María Jónsdóttir fyrir búninga í óperunni Il Trovatore í sviðssetningu Íslensku Óperunnar

Lýsing ársins 2013

Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Englar Alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Carina Persson og Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu í verkinu Bastarðar í sviðssetningu Vesturports, Malmö Stadsteater, Theater Far302 og Borgarleikhússins

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Macbeth í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Fyrirheitnalandið í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Tónlist ársins 2013

Hljómsveitin Hjaltalín fyrir tónlist í leiksýningunni Englar alheimsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Tónlistarmaðurinn Mugison fyrir tónlist í leiksýningunni Gullregn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Davíð Þór Jónsson fyrir tónlist í leiksýningunni Mýs og menn í sviðssetningu Borgarleikhússins

Sóley Stefánsdóttir fyrir tónlist í leiksýningunni Nýjustu fréttir í sviðssetningu VaVaVoom og Þjóðleikhússins

Oren Ambarchi fyrir tónlist í leiksýningunni Macbeth Í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Hljóðmynd ársins 2013

Svend E. Kristensen og Peter Kyed fyrir hljóðmynd í verkinu Blam! í sviðssetningu Neander og Borgarleikhússins

Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben, Kristinn Gauti Einarsson og Halldór S. Bjarnason fyrir hljóðmynd í barnaverkinu Dýrin í Hálsaskógi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Bernd Ogrodnik og Halldór Bjarnason fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Gamli maðurinn og hafið í sviðssetningu Brúðuheima og Þjóðleikhússins

Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi fyrir hljóðmynd í leiksýningunni   Macbeth í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Thorbjørn Knudsen fyrir hljóðmynd í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Söngvari ársins 2013

Jóhanna Vigdís Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í söngleiknum Mary Poppins í sviðssetningu Borgarleikhússins

Alina Dubik fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore í sviðssetningu Íslensku Óperunnar

Jóhann Friðgeir Valdimarsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore í sviðssetningu Íslensku Óperunnar

Hulda Björk Garðarsdóttir fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore í sviðssetningu Íslensku Óperunnar

Elsa Waage fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore í sviðssetningu Íslensku Óperunnar

Dansari ársins 2013

Hannes Þór Egilsson  fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Ótta í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Brian Gerke fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Hel haldi sínu í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Aðalheiður Halldórsdóttir  fyrir hlutverk sitt í dansverkinu  Walking Mad í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Til í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Danshöfundur ársins 2013

Ásgeir Helgi Magnússon, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir í samstarfi við dansara, fyrir kóreografíu í dansverkinu Ótta í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir kóreografíu í dansverkinu Coming Up í sviðssetningu Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunnar

Kristján Ingimarsson, Jesper Pedersen fyrir kóreografíu í verkinu Blam! í sviðssetningu Neander og Borgarleikhússins

Frank Fannar Pedersen fyrir kóreografíu í dansverkinu Til í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Jérôme Delbey fyrir kóreografíu í dansverkinu Hel haldi sínu í sviðssetningu Íslenska Dansflokksins

Útvarpsverk ársins 2013

Viskí Tangó

eftir Jón Atla Jónasson

Leikstjórn Jón Páll Eyjólfsson

Hljóðvinnsla Einar Sigurðsson

Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á Rúv

Opið Hús

eftir Hrafnhildi Hagalín

Leikstjórn Kristín Eysteinsdóttir

Tónlist eftir Hall Ingólfsson

Hljóðvinnsla Einar Sigurðsson

Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á Rúv

Tókstu eftir himninum í morgun

eftir Kviss Búmm Bang

Leikstjórn Kviss Búmm Bang

Hljóðvinnsla Einar Sigurðsson

Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á Rúv

Sproti ársins 2013

Ásrún Magnúsdóttir fyrir dansverkið Reykjavik Folk Dance Festival

í sviðssetningu The Festival

Kristján Ingimarsson og Neander fyrir uppfærsluna á verkinu Blam!

í sviðssetningu Neander og Borgarleikhússins

Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið fyrir uppfærslu þeirra á leikverkinu Hjartaspaðar

í sviðssetningu Skýjasmiðjunnar og Gaflaraleikhússins

Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld fyrir Grande og Skúrinn á Sléttunni (Núna!)

í sviðssetningum Tyrfings Tyrfingssonar og Borgarleikhússins

VaVaVoom fyrir uppfærsluna á verkinu Nýjustu fréttir

Í sviðssetningu VaVaVoom og Þjóðleikhússins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×