Segir stjórnarsáttmálann óraunhæfan Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2013 13:33 Guðmundur Steingrímsson óskar nýju ríkisstjórninni velfarnaðar, en finnst stjórnarsáttmálinn óraunhæfur. Mynd/ Sigurjón Ólason. „Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
„Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira