Segir stjórnarsáttmálann óraunhæfan Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2013 13:33 Guðmundur Steingrímsson óskar nýju ríkisstjórninni velfarnaðar, en finnst stjórnarsáttmálinn óraunhæfur. Mynd/ Sigurjón Ólason. „Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Ég vil óska væntanlegri ríkisstjórn velfarnaðar í krefjandi störfum,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir að Björt framtíð muni reyna að verða að góðu liði til að framfylgja þeim þáttum í stjórnarsáttmálanum sem skipti máli. Hann sé til dæmis ánægður með áherslu á nýsköpun, skapandi greinar og uppbyggingu í atvinnulífi. Hann sé líka ánægður með áherslu á fjölbreytni í skólakerfi og fyrirhugaða vinnu gegn brottfalli. „Við munum að sjálfsögðu reyna að koma að gagni í öllum þessum verkefnum og stunda uppbyggilega gagnrýni og skýra,“ segir hann. Guðmundur segir þó ljóst að stjórnarsáttmálinn sé ekki raunhæfur. „Það er margt sem er óljóst í þessu og við setjum stór spurningamerki við,“ segir hann. Hann bendir á sem dæmi að ríkisstjórnin ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil og án hafta. „Þetta verður óhemju krefjandi verkefni og maður á nú eftir að sjá þetta gerast. „Síðan mun reyna mjög á fyrstu fjárlögin miðað við skattalækkunaráformin,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Það sé ekkert sem gefi til kynna að það eigi að skera niður. „Út frá þessari skattastefnu mun reyna mjög á fjárlagavinnuna. Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar verða vægast sagt mjög áhugaverð,“ segir Guðmundur. „Þessi ríkisstjórn skilgreinir heimilin mjög þröngt, en hún skilgreinir þau aðallega út frá lántakendum,“ segir Guðmundur. Björt framtíð hafi bent á að mörg heimili hafi aðra hagsmuni en lántakendur. „Það eru heimili sem skulda tiltölulega lítið eða heimili sem eru á leigumarkaði. Þannig að mér finnst mjög stórum réttlætis- og sanngirnisspurningum ósvarað varðandi það hvernig ríkisstjórnin ætlar að hjálpa heimilinum,“ segir Guðmundur. Loks segist Guðmundur telja að það sé mjög gagnrýnisvert að setja umhverfisráðuneytið undir sama hatt og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Umhverfismál séu vaxandi málaflokkar og mjög mikilvægur.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira