Tillitssemi gagnvart kröfuhöfum banabiti ríkisstjórnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2013 14:03 Jón Daníelsson, hagfræðingur og forstöðumaður rannsóknarseturs um kerfislæga áhættu á fjármálamörkuðum við London School of Economics (LSE). Tillitssemi gagnvart erlendum kröfuhöfum varð fráfarandi ríkisstjórn að falli í síðustu kosningum. Þetta segir Jón Daníelsson hagfræðingur sem stýrir rannsóknarstofnun við London School of Economics. Efnahagsbatanum á Íslandi hefur verið hampað sem kraftaverki, ekki síst af erlendum fréttaskýrendum. Því undruðust margir þegar Íslendingar kusu burt ríkisstjórn sem ber ábyrgð uppgjörinu eftir fall fjármálakerfisins og kusu flokkanna sem voru við völd þegar bólumyndunin var sem mest sem leiddi síðan til hrunsins. Jón Daníelsson, sem stýrir rannsóknarstofnun um kerfisáhættu við London School of Economics, leitast við að svara þessari spurningu í grein á vefnum VOX. Í greininni fjallar Jón um meintan efnahagsbata hér á landi og varpar fram spurningu hvort hann sé orðum aukinn. Jón segir að við fyrstu sýn bendi allar hagtölur til þess að staðan á Íslandi sé góð. Verðbólga sé 3 prósent, atvinnuleysi 5 prósent og ríkissjóður sé nálægt jöfnuði. Þá hafi hagvöxturinn numið 1,6 prósentum í fyrra. Jón bendir hins vegar á að Ísland standi frammi fyrir miklum endurgreiðsluvanda sem muni ágerast á næstu árum. Háar fjárhæðir í eigu erlendra kröfuhafa séu fastar á Íslandi vegna fjármagnshaftanna. Þegar þetta fjármagn fari úr landi muni gengi krónunnar líklega falla. Jón bendir einnig á að fjárfestingarstig hér á landi sé afar lágt. Fyrir hrunið hafi þetta verið svipað og annars staðar í Evrópu, eða um 21 prósent af landsframleiðslu en nú sé þetta hlutfall hér 14 prósent, eða það fimmta lægsta í Evrópu. Þá segir Jón að fráfarandi ríkisstjórn hafi barið sér á brjóst að hafa varið velferðarkerfið eftir hrun og verndað þá tekjulægstu í samfélaginu. Íslendingar upplifi það hins vegar ekki þannig. Þá hafi ójöfnuður með tilliti til tekna aukist í samfélaginu samkvæmt nýrri úttekt OECD og niðurskurður bitnað harkalega á velferðarkerfinu eftir hrunið. Jón Daníelsson segir hins vegar að ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafi kosið fráfarandi ríkisstjórn burt í kosningunum hafi verið tillitssemi og umburðarlyndi hennar í garð erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórnin hafi látið undan þrýstingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sýna erlendum kröfuhöfum umburðarlyndi. Jón nefnir þar Icesave-málið sérstaklega og þá hafi viðskiptabankarnir verið afhentir vogunarsjóðunum í tengslum við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna. Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Tillitssemi gagnvart erlendum kröfuhöfum varð fráfarandi ríkisstjórn að falli í síðustu kosningum. Þetta segir Jón Daníelsson hagfræðingur sem stýrir rannsóknarstofnun við London School of Economics. Efnahagsbatanum á Íslandi hefur verið hampað sem kraftaverki, ekki síst af erlendum fréttaskýrendum. Því undruðust margir þegar Íslendingar kusu burt ríkisstjórn sem ber ábyrgð uppgjörinu eftir fall fjármálakerfisins og kusu flokkanna sem voru við völd þegar bólumyndunin var sem mest sem leiddi síðan til hrunsins. Jón Daníelsson, sem stýrir rannsóknarstofnun um kerfisáhættu við London School of Economics, leitast við að svara þessari spurningu í grein á vefnum VOX. Í greininni fjallar Jón um meintan efnahagsbata hér á landi og varpar fram spurningu hvort hann sé orðum aukinn. Jón segir að við fyrstu sýn bendi allar hagtölur til þess að staðan á Íslandi sé góð. Verðbólga sé 3 prósent, atvinnuleysi 5 prósent og ríkissjóður sé nálægt jöfnuði. Þá hafi hagvöxturinn numið 1,6 prósentum í fyrra. Jón bendir hins vegar á að Ísland standi frammi fyrir miklum endurgreiðsluvanda sem muni ágerast á næstu árum. Háar fjárhæðir í eigu erlendra kröfuhafa séu fastar á Íslandi vegna fjármagnshaftanna. Þegar þetta fjármagn fari úr landi muni gengi krónunnar líklega falla. Jón bendir einnig á að fjárfestingarstig hér á landi sé afar lágt. Fyrir hrunið hafi þetta verið svipað og annars staðar í Evrópu, eða um 21 prósent af landsframleiðslu en nú sé þetta hlutfall hér 14 prósent, eða það fimmta lægsta í Evrópu. Þá segir Jón að fráfarandi ríkisstjórn hafi barið sér á brjóst að hafa varið velferðarkerfið eftir hrun og verndað þá tekjulægstu í samfélaginu. Íslendingar upplifi það hins vegar ekki þannig. Þá hafi ójöfnuður með tilliti til tekna aukist í samfélaginu samkvæmt nýrri úttekt OECD og niðurskurður bitnað harkalega á velferðarkerfinu eftir hrunið. Jón Daníelsson segir hins vegar að ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafi kosið fráfarandi ríkisstjórn burt í kosningunum hafi verið tillitssemi og umburðarlyndi hennar í garð erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórnin hafi látið undan þrýstingi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sýna erlendum kröfuhöfum umburðarlyndi. Jón nefnir þar Icesave-málið sérstaklega og þá hafi viðskiptabankarnir verið afhentir vogunarsjóðunum í tengslum við uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent