Innlent

Tilkynnt um hátt í 400 þjófnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Innbrotsþjófur leikur lausum hala.
Innbrotsþjófur leikur lausum hala. Sviðsett mynd/ Getty.

Tilkynnt var um 390 þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í apríl og hefur tilkynningum fjölgað jafnt og þétt frá byrjun árs. Afbrotatölfræði fyrir apríl var birt í dag.

Innbrotum og reiðhjólaþjófnuðum fjölgaði verulega. Fjöldi reiðhjólaþjófnaða var svipaður á sama tíma í fyrra en þegar líður á sumarið má búast við að reiðhjólaþjófnuðum muni fjölga ört og því er brýnt fyrir eigendur reiðhjóla ættu að ganga tryggilega frá hjólum sínum og skrá hjá sér stellnúmer.

Heildarfjöldi þjófnaða í apríl er þó minni en á sama tíma á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×