Lífið

Ég vildi ekki leika druslu

Michelle Rodriguez er ekki bara harðjaxl á hvíta tjaldinu í The Fast and the Furious-myndunum. Hún barðist fyrir karakter sínum Letty Ortiz og gerði hana að stúlkunni sem hún er í dag.

“Upprunalega var þessi stúlka drusla. Stelpur virða ekki þannig stúlkur og ekki strákar heldur. Þeir vilja sofa hjá þeim, eiga með þeim einnar nætur gaman, en það virðir enginn maður druslu,” segir Michelle í viðtali við Vulture. Hún gaf sig ekki og náði loksins að sannfæra handritshöfundana um að breyta persónunni.

Michelle er með'etta.

“Ég grét á setti. Ég sagðist vilja taka þátt í þessu en að ég gæti ekki leikið druslu fyrir framan milljónir manna um heim allan. Þá hefði ég frekar bara farið aftur heim og leikið í óháðum kvikmyndum.”

Glæsileg á heimsfrumsýningu The Fast and the Furious 6.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.