Innlent

Köfunarslys í Silfru

Silfra. Mynd úr safni.
Silfra. Mynd úr safni. mynd/vísir

Köfunarslys varð í Silfru á Þingvöllum milli fjögur og fimm í dag en björgunarsveitin Ingunn var kölluð út vegna slyssins, en um var að ræða hæsta viðbúnaðarstig vegna alvarleika málsins.

Maðurinn er meðvitundarlítill samkvæmt upplýsingum björgunarsveitarinnar en er farinn að anda.

Hann verður nú fluttur á sjúkrahús en á þessari stundu liggja ekki fyrir nánari upplýsingar um líðan mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×