Innlent

Heita vatnið tekið af á Akureyri í dag, ekki á morgun

Vegna óvæntra atvika í vinnu við brunna í miðbænum á Akureyri þarf að taka heita vatnið af þegar í stað, en ekki á morgun eins og til stóð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurorku. Þar segir að heita vatnið fer af hluta Miðbæjarins og af Innbænum.  Gert er ráð fyrir að heitavatnslaust verði fram á kvöld. Fólk er beðið að fylgjast með á heimasíðu Norðurorku www.no.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×