Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2013 07:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Jón Þór Víglundsson, formaður handknattleiksdeildar KR. Fréttablaðið/Valli KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita