Félagarígurinn mun aukast með tilkomu KR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2013 07:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Jón Þór Víglundsson, formaður handknattleiksdeildar KR. Fréttablaðið/Valli KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
KR tilkynnti í gær að meistaraflokkur félagsins í handbolta hefði verið endurvakinn. Vesturbæingar ætla að byggja flokkinn upp hægt og rólega en þurfa þó að vera klárir með lið ekki síðar en þegar flautað verður til leiks í 1. deild í haust. Arnar Jón Agnarsson verður þjálfari liðsins. Átta ár eru síðan KR tefldi fram meistaraflokki karla í handbolta og þá í samvinnu við Gróttu. 1996 var síðasta árið sem Vesturbæingar sáu svart og hvítt lið félagsins í meistaraflokki án aðkomu Seltirninga. Á blaðamannafundi í Vesturbænum í gær voru nærstaddir minntir á bestu ár félagsins hvað handboltann snertir. Svipmyndum úr bikarúrslitaleiknum árið 1982 var varpað af skjávarpa á tjald. Þar sást Alfreð Gíslason fara fyrir liði KR í dramatískum 19-17 sigri á Kristjáni Arasyni og félögum í FH í Laugardalshöllinni. „KR er stórveldi og það er klárt mál að félagarígurinn mun aukast mikið með því að fá félagið aftur inn í handboltann,“ sagði Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri Handknattleikssambandins á fundinum í gær. Auk bikarmeistaratitilsins 1982 urðu KR-ingar Íslandsmeistarar árið 1958 en Vesturbæingar ætla að fara rólega í uppbyggingu sína. „Undanfarin átta ár höfum við markvisst byggt upp yngri flokks félagsins á meðan enginn meistaraflokkur var starfræktur. Nú var kominn tími til að stíga skrefið og klára málið,“ segir Jón Þór Víglundsson formaður handknattleiksdeildar. Hann segist hafa fundið á iðkendum hjá félaginu að fyrirmyndir og markmið skorti. Enginn 2. flokkur hefur verið starfræktur í Vesturbænum þannig að leikmenn hafa þurft að leita í önnur hús að loknum 3. flokki eða einfaldlega hætta. Um 180 iðkendur eru í yngri flokkum KR. Elsti flokkurinn hjá stelpunum er 4. flokkur en 3. flokkur hjá strákunum. Viggó Sigurðsson var meðal annars fenginn síðastliðið haust til að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann afþakkaði hins vegar starf hjá meistaraflokknum. Arnar Jón Agnarsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, handsalar samninginn við Jón Þór Víglundsson, formann handknattleiksdeildar.Fréttablaðið/Valli Jón Þór segir að enginn 2. flokkur verði hjá félaginu. Meistaraflokkur verði starfræktur í náinni samvinnu við 3. flokk félagsins. Aðspurður hvort þeir leikmenn sem gengu upp úr 3. flokki í vor væru klárir í meistaraflokkinn segir Jón: „Við teljum að þeir séu það. Svo er spurningin hvenær þeir átta sig á því sjálfir.“ Arnar Jón Agnarsson fyrrum leikmaður Stjörnunnar og Hauka verður þjálfari meistaraflokksins. Arnar Jón spilaði síðast með Stjörnunni tímabilið 2011-2012 en útilokar þó ekki að draga fram skóna. „Hugmyndin er að byggja þetta fyrst og fremst á KR-ingum,“ segir Arnar Jón. Bæði eigi að leita til KR-inga sem gengið hafa upp úr 3. flokki KR á undanförnum árum og svo er vonast til þess að tveir uppaldir reynsluboltar bætist í hópinn. Um er að ræða þá Gylfa Gylfason og Harald Þorvarðarson sem nýverið lögðu skóna á hilluna. Gylfi og Haraldur staðfestu í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin hefði komið upp en ekkert hefði verið ákveðið enn.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira