Lífið

Stefnan tekin á Íslandsmet í tísti

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Æ fleiri nýta sér samskiptamiðilinn Twitter til að láta skoðanir sínar í ljós.
Æ fleiri nýta sér samskiptamiðilinn Twitter til að láta skoðanir sínar í ljós.
Stefnan er tekin á að slá Íslandsmet í tísti á samskiptamiðlinum Twitter í vikunni. Tilefnið er Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva, en óopinmert merki Íslendinga sem vilja ræða Eurovision á Twitter er #12stig.



Standandi Íslandsmet var slegið á boladeginum svokallaða, en þá voru tístin 18 þúsund talsins. Þar tísti fólk undir merkinu #boladagurinn, en leikurinn var til þess gerður að fá heimsþekkta einstaklinga til að svara tístinu.



Í fyrra sendu Íslendingar 11 þúsund tíst inn í Eurovision umræðuna undir merkinu #12 stig og nú á að bæta um betur. Um er að ræða þrjú kvöld, forkeppnirnar tvær og svo aðalkeppnina sjálfa. Markmiðið er að komast yfir 18 þúsund tísta múrinn. „Stefnan er tekin á 20 þúsund tíst“, segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. „Þróunin á Twitter er búin að vera rosalega mikil og hröð á Íslandi síðustu mánuði. Þegar Eurovision stóð yfir í fyrra voru margir að stíga sín fyrstu skref og fólk var í rauninni soldið að uppgötva Twitter þá. Þetta er mjög viðburðatengdur samfélagsmiðill þar sem þú deilir þínum áhugamálum en þarft ekki endilega að þekkja þá sem þú spjallar við“, segir Sigrún.



Fólk er hvatt til að leggja sitt af mörkum og tísta undir merkinu #12 stig yfir Eurovision. Á atburðasjónvarpsrás Vodafone verður hægt að horfa á keppnina og fylgjast með íslensku umræðunni á Twitter samtímis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.