Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 1. maí 2013 12:43 Haraldur Þorvarðarson fékk umdeilt rautt spjald í Safamýri í kvöld. mynd/daníel Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. Gríðarleg spenna var í leiknum og jafnt á flestum tölum fyrri hálfleiks venjulegs leiktíma. Haukar voru þó einu marki yfir í hálfleik 13-12. Haukar byrjuðu seinni hálfleik mjög vel og voru fjórum mörkum yfir 19-15 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Fram minnkaði muninn fljótt í eitt mark en náði ekki að jafna metinn fyrr en með síðasta kasti venjulegs leiktíma 25-25. Það vantaði ekki dramatíkina í kringum jöfnunarmark Fram. Haukar voru í sókn þegar hálf mínúta var eftir, einum manni færri. Sigurbergur Sveinsson fer í árás og skorar en fær dæmdan á sig ruðning og tvær mínútur að auki. Ákaflega strangur dómur sem Haukar eiga erfitt með að sætta sig við eins og lesa má í viðtali við Aron Kristjánsson hér að neðan. Liðin skiptu fjórum mörkum bróðurlega á milli sín í fyrri framlengingunni en í seinni framlengingunni stungu heimamenn af strax í upphafi. Haukar virtust fara á taugum við það og reyndu erfið skot eftir fáar sendingar í hverri sókninni á fætur annarri og það nýttu Framarar sér. Fram komst í 31-27 og þann mun náðu Haukar aldrei að brúa og Fram fer því á Ásvelli með 2-0 stöðu á laugardaginn og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður Eggertsson bar Fram á herðum sér í venjulegum leiktíma og fór á kostum. Það voru svo Róbert Aron Hostert og Jóhann Gunnar Einarsson sem stigu upp í framlengingunni auk þess sem breiddin í liði Fram sýndi styrk sinn. Árni Steinn Steinþórsson var lang öflugastur í sóknarleik Hauka en miklu munaði um að markverðir liðsins náðu sér ekki á strik. Aron: Átti aldrei að fara í framlengingu„Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera, auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um það atvikið þegar Sigurbergur Sveinsson virðist koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðin er dæmdur ruðningur og Sigurbergur fær tvær mínútur að auki og Haukar tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar. „Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur. „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu. „Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona. „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört. Einar: Sýndum ótrúlegan karakter„Þið eruð alltaf að væla um að þetta séu svo lítil gæði og lítil skemmtun þannig að við höfum komið okkur saman um að skemmta fólki og ef menn skemmtu sér ekki við þetta, allavega Framarar og handboltaáhugafólk þá verða menn að snúa sér að öðru,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Það er ekkert grín að vera fjórum mörkum undir á móti Haukum en við sýndum ótrúlegan karakter að koma okkur inn í þetta og að klára þetta, lið með enga breidd og alla menn meidda. Að spila í 80 mínútur er þokkalegt afrek. „Við byrjum seinni framlenginguna mjög vel og það skapaði þetta forkost og við náðum að sigla þessu í höfn. „Það er betra að vera 2-0 yfir en 2-0 undir eða 1-1. Það telur ekkert þegar í næsta leik er komið. Sá leikur er bara einn og sér og við þurfum að fara að hugsa um hann. „Við stefnum að því að vinna leikinn og þá er þetta búið. Við ætlum að mæta í leikinn og reyna að ná fram topp frammistöðu og vonandi skilar það einhverju,“ sagði jarðbundinn Einar Jónsson eftir leikinn.Það var hart tekist á í Safamýri í kvöld.Mynd/DaníelFast tekið á Adam Baumruk.Mynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. Gríðarleg spenna var í leiknum og jafnt á flestum tölum fyrri hálfleiks venjulegs leiktíma. Haukar voru þó einu marki yfir í hálfleik 13-12. Haukar byrjuðu seinni hálfleik mjög vel og voru fjórum mörkum yfir 19-15 þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Fram minnkaði muninn fljótt í eitt mark en náði ekki að jafna metinn fyrr en með síðasta kasti venjulegs leiktíma 25-25. Það vantaði ekki dramatíkina í kringum jöfnunarmark Fram. Haukar voru í sókn þegar hálf mínúta var eftir, einum manni færri. Sigurbergur Sveinsson fer í árás og skorar en fær dæmdan á sig ruðning og tvær mínútur að auki. Ákaflega strangur dómur sem Haukar eiga erfitt með að sætta sig við eins og lesa má í viðtali við Aron Kristjánsson hér að neðan. Liðin skiptu fjórum mörkum bróðurlega á milli sín í fyrri framlengingunni en í seinni framlengingunni stungu heimamenn af strax í upphafi. Haukar virtust fara á taugum við það og reyndu erfið skot eftir fáar sendingar í hverri sókninni á fætur annarri og það nýttu Framarar sér. Fram komst í 31-27 og þann mun náðu Haukar aldrei að brúa og Fram fer því á Ásvelli með 2-0 stöðu á laugardaginn og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Sigurður Eggertsson bar Fram á herðum sér í venjulegum leiktíma og fór á kostum. Það voru svo Róbert Aron Hostert og Jóhann Gunnar Einarsson sem stigu upp í framlengingunni auk þess sem breiddin í liði Fram sýndi styrk sinn. Árni Steinn Steinþórsson var lang öflugastur í sóknarleik Hauka en miklu munaði um að markverðir liðsins náðu sér ekki á strik. Aron: Átti aldrei að fara í framlengingu„Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera, auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka um það atvikið þegar Sigurbergur Sveinsson virðist koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir en í staðin er dæmdur ruðningur og Sigurbergur fær tvær mínútur að auki og Haukar tveimur færri síðustu 30 sekúndur venjulegs leiktíma. „Ég get tekið mörg atvik í viðbót í leiknum. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslita einvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar. „Það kom berlega í ljós í venjulegum leiktíma. Þetta ræður úrslitum í venjulegum leiktíma. Ég vil taka það fram að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef rætt dómara eftir leik. Ég hef haft það fyrir reglu að gera það ekki en ég get ekki orða minna bundist,“ sagði Aron allt annað en sáttur. „Við töpum þessu sjálfir í framlengingunni. Klikkum á dauðafæri og í annarri framlengingunni missum við haus þegar þeir komast tveimur mörkum yfir. Menn léku eins og það væru tíu sekúndur eftir en ekki sex mínútur. Það þurfum við að laga en þessi leikur átti aldrei að fara í framlengingu. „Nú þurfum við að safna kröftum og undirbúa okkur undir slaginn á laugardaginn. Það er ekki boðlegt að þetta vinnist svona. „Við komum mjög öflugir inn þessa úrslitakeppnina og vinnum ÍR sannfærandi. Mér finnst við berjast vel og það er auðvitað fúlt að við áttum að vinna þetta í venjulegum leiktíma. Þetta er bara einn leikur í einu og við þurfum að vinna leikinn á laugardag,“ sagði Aron sem hefur ekki gefist upp þó staðan sé svört. Einar: Sýndum ótrúlegan karakter„Þið eruð alltaf að væla um að þetta séu svo lítil gæði og lítil skemmtun þannig að við höfum komið okkur saman um að skemmta fólki og ef menn skemmtu sér ekki við þetta, allavega Framarar og handboltaáhugafólk þá verða menn að snúa sér að öðru,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Það er ekkert grín að vera fjórum mörkum undir á móti Haukum en við sýndum ótrúlegan karakter að koma okkur inn í þetta og að klára þetta, lið með enga breidd og alla menn meidda. Að spila í 80 mínútur er þokkalegt afrek. „Við byrjum seinni framlenginguna mjög vel og það skapaði þetta forkost og við náðum að sigla þessu í höfn. „Það er betra að vera 2-0 yfir en 2-0 undir eða 1-1. Það telur ekkert þegar í næsta leik er komið. Sá leikur er bara einn og sér og við þurfum að fara að hugsa um hann. „Við stefnum að því að vinna leikinn og þá er þetta búið. Við ætlum að mæta í leikinn og reyna að ná fram topp frammistöðu og vonandi skilar það einhverju,“ sagði jarðbundinn Einar Jónsson eftir leikinn.Það var hart tekist á í Safamýri í kvöld.Mynd/DaníelFast tekið á Adam Baumruk.Mynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira