Innlent

Tveir menn læstust inni í gámi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gámur.
Gámur. Mynd/ Pjetur.
Tveir karlmenn læstust inni í gámi í Gufunesi á sjötta tímanum í gær. Annar þeirra hafði samband við lögregluna og sagði að hurðin hefði fokið aftur og gámurinn því læstst. Að sögn lögreglu voru mennirnir mjög fegnir að losna úr prísundinni og lánsamir að þurfa ekki að dúsa þarna yfir helgina. Lögreglan segir jafnframt að þarna hafi GSM sími sannað gildi sitt sem öryggistæki og óvíst hvernig þetta mál hefði þróast ef mennirnir hefðu verið símalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×