Innlent

Körfuboltaáhugamenn sektaðir fyrir að leggja ólöglega

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá viðureign stjörnunnar og Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Frá viðureign stjörnunnar og Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfubolta.
Um hálfátta í gærkvöld voru lögreglumenn kallaðir að Ásgarði, heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ, þar sem fram fór leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í úrvalsdeildinni í körfubolta. Þar hafði lögregla afskipti af 25 ökutækjum þar sem þeim er lagt ólöglega og voru eigendur bílanna sektaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×