Innlent

Glæsimarkaður í gamla Toyota-húsinu

Íris Hauksdóttir skrifar
Yfir 80 söluaðillar munu koma að markaðnum um helg
Um helgina verður haldinn sannkallaður Glæsimarkaður í gamla Toyota húsinu við Nýbýlaveg 6 í Kópavogi. Það er Sigríður Ásta Hilmarsdóttir sem sér um markaðinn en þetta er í annað sinn sem hann er haldinn.

Mér fannst vanta stað þar sem fólk gæti komið sér á framfæri með hönnun sína og litla framleiðslu. Þessi markaður einskorðast ekki við neina eina framleiðslu frekar en aðra og býður bæði upp á barnavörur, föt og skart sem og tölvukerfi. Í raun hvað sem er svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eina sem ég setti fram er að vörurnar eru ekki notaðar heldur allar nýjar og oft á tíðum ófáanlegar annars.

Sjálf er ég að reka litla vefverslun sem heitir krummafotur.is og sérhæfir sig í barnavörum, bæði taujbleyjur og allarskonar barnvænum búnaði, til dæmis málingu og litum sem má borða sem og naglakakki án eiturefna og fleiru. Ég fókusa mest á barnmiðaðar vörur og er stöðugt að bæta við mig.

Eftirspurning mikil

Þetta litla ævintýri okkar byrjaði fyrir tveimur vikum þegar ég hélt markaðinn fyrst og viðtökurnar urðu þvílíkar að ég sá mér ekki annað fært en að leggjast strax í skipurlagningu fyrir næsta markað. Ég hafði leitað lengi af húsnæði og bæði auglýst og spurst fyrir en keyrði að endingu fram hjá gamla Toyotahúsinu sem stendur sem stendur tómt og hafði samband við Sverri Eiríksson, einn af eigendum þess. Hann kolféll fyrir hugmyndinni og í kjölfarið höfum við nú hafið samstarf. Við auglýsum ekkert og höldum öllum kostnaði í algjöru lágmarki svo sem flestir geti tekið þátt, en leiga á borðum er jafnframt mjög ódýr. Þáttakan fór sem segir fram úr björtustu vonum en síðast tóku um 40 söluaðillar þátt. Þeir hafa nú tvöfaldast og listinn nær yfir 80 aðilla að þessu sinni og er enn að bætast við. Ég hef eiginlega ekki við og reyni að troða fólki í öll horn á húsnæðinu.

Síðast nýttum við eins bara aðra hæð hússins en nú nýtum við allt húsnæðið, báðar hæðirnar enda yfir tvö þúsund manns sem mættu síðast og stefnir allt í enn meiri þáttöku. Það voru allir svo ánægðir með framtakið og eftirspurnin greinilega mikil. Við erum í samstarfi við ABC barnahjálp sem verður með sölubás á svæðinu með kökum frá Jóa Fel og góðu kaffi svo kaupglaðir gestir geta setjast niður eftir verslunina og slappað af. Það verður sem sé allt í boði og ekkert nema spennandi að fygjast með framhaldinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×