Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 22-26 | Oddaleikur á mánudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 20. apríl 2013 11:41 Mynd/Valli Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna af velli í fjórða leik liðana í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna, 22-26. Valur knúði þar með fram oddaleik í einvígi liðana um að komast í úrslitaleikinn. Valur byrjaði leikinn betur og komst í 1-4 snemma leiks. Valskonur greinilega staðráðnar í að jafna metin í einvígi þessara liða. Stjarnan komst hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og jafnaði metin í stöðunni 5-5. Stjarnan skoraði fjögur mörk í röð og komst í 7-5 áður en Valur tók við sér. Staðan í hálfleik 9-11 fyrir Val. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 10-15 fyrir Val. Stjarnan gafst hins vegar ekki upp og náði að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar skammt var eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum en Valur náði að innsigla góðum sigri. Liðin munu því mætast í hreinum úrslitaleik á mánudag um sæti í úrslitum. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst í liði Vals en hún skoraði 7 mörk. Karólína Lárusdóttir skoraði sex mörk líkt og Dagný Skúladóttir. Hjá Stjörnunni skoraði Jóna Margrét Ragnarsdóttir 7 mörk. Sunneva Einarsdóttir varð 12 skot hjá Stjörnunni og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varð 10.Hrafnhildur: Leystum varnarleik Stjörnunnar vel „Við vorum ekki tilbúnar til að fara í sumarfrí. Það er rok og rigning úti og ekki fer maður út að ‘tana’ þannig að við höfum ekkert að gera í sumarfrí strax,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir sigur Vals gegn Stjörnunni í dag. „Ég er svakalega ánægð með þennan sigur. Þetta er æðislegt. Við vorum miklu betri í þessum leik og hefðum átt að vinna stærra. Við vorum líklega með svona 10 stangarskot og mjög óheppnar.“ Valur hafði yfirhöndina í síðari hálfleik en Stjarnan náði að vinna sig inn í leikinn þegar skammt var eftir. „Stjarnan náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar lítið var eftir en mér fannst á því augnabliki eins og að við hefðum átt að vera búnar að klára leikinn. Við vorum að fá góð færi en Stjarnan í bölvuðu basli,“ segir Hrafnhildur sem segir að leikur Valsliðsins hafi verið góður í dag. „Það var miklu meiri hreyfanleiki á liðinu en í fyrstu leikjunum og við leystum vel varnarleikinn hjá Stjörnunni. Þær hafa verið duglegar að klippa út og eyðileggja kerfin hjá okkur. Við höfum verið í basli með það. Það voru fleiri að skila sínu í dag en í fyrstu tveimur leikjunum og það skipti sköpum. Ef við spilum svona á mánudag þá munum við vinna.“Rakel Dögg: Gerum mistök á mikilvægum augnablikum „Ég er mjög spæld. Við ætluðum að klára þetta einvígi í dag og fara í úrslitin,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir eftir ósigur Stjörnunnar gegn Val í dag. „Við vorum einfaldlega ekki með svör við varnarleiknum hjá Va. Við vorum ekkert hissa að þær myndu spila 5+1 vörn og vorum búnar að undirbúa okkur fyrir það. Þetta var hins vegar ekki að ganga upp og hittum á lélegan dag. Sóknarleikurinn var of hægur og við vorum að gera mistök á mikilvægum augnablikum í leiknum. Þó að vörnin hafi verið fín inn á milli þá vorum við að fá á okkur of mörg klaufamörk.“ Rakel segir að hún sjálf hafi verið slök í dag og að hún og félagar hennar hjá Stjörnunni þurfi að eiga toppleik á mánudag. „Við þurfum að fara yfir þennan leik og finna lausnir. Valur mun spila áfram þessa vörn í næsta leik. Ég er persónulega á núll hraða og ég þarf að skoða mína frammistöðu. Við þurfum að eiga okkar besta leik ef við ætlum að vinna þetta lið. Það bjuggust allir við auðveldum 3-0 sigri hjá Val en við höfum heldur betur staðið í þeim. Við höfum trú á því að við getum unnið leikinn á mánudag.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Sjá meira