Innlent

Handtökur í Breiðholti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumennirnir að störfum.
Lögreglumennirnir að störfum.
Fjölmennt lið lögreglu var kvatt að Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir ekki náð tali af lögreglu til að fá staðfest hvað þarna var á seyði ,en sjónarvottur segir í tölvupósti til Vísis að þrír menn hafi verið handteknir. Sjónarvotturinn segir jafnframt að lögreglan hafi tekið einhvern varning af mönnunum og sett í poka en hafði ekki grun um hvort þar gæti hafa verið þýfi, fíkniefni eða annað.

Í daglegri tilkynningu sem lögreglan sendir frá sér er ekkert minnst á þetta atvik. Þar segir aftur á móti að erlendur ferðamaður hafi tilkynnt þjófnað á myndavélafæti klukkan tíu í morgun. Hann sagðist hafa gleymt fætinum í  rútu þegar hann kom úr skoðunarferð er hann hafði samband við rútufyrirtækið var fóturinn ekki þar            

Þá var tilkynnt um árekstur í Vesturbænum um hálfellefu í morgun, en ökumaður stakk af vettvangi. Hann var handtekinn í Hafnarfirði grunaður um ölvun og færður í fangageymslu. Þá var harður árekstur í Austurborginni klukkan korter í tólf. Ökumaður er grunaður um ölvun og að hafa farið yfir á móti rauðu umferðarljósi. Hann gistir líka fangageymslu. Loks var ökumaður stöðvaður í Kópavogi klukkan tuttugu og fimm mínútur í eitt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×