Innlent

Missti stjórn á bílnum á Eyrarbakkavegi

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Ökumaður ók bíl sínum á 124 kílómetra hraða.
Ökumaður ók bíl sínum á 124 kílómetra hraða.
Bílvelta varð á Eyrarbakkavegi í morgun. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Hann meiddist ekki alvarlega.

Í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för bifreiðar í nótt sem var ekið á 124 km hraða þar sem hámarkshraði er 60. Ökumaðurinn var ölvaður og án ökuréttinda.

Þá voru þrír teknir ölvaðir undir stýri og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík.

Á Akureyri gekk nóttin ágætlega en tölvert var af fólki í bænum. Fimm gistu fangageymslur bæjarins í nótt vegna ölvunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×