Innlent

Þjófur á ferð í Haukadal

Lögregla greip þjóf á hlaupum.
Lögregla greip þjóf á hlaupum.
Lögreglan á Selfossi handtók í gær þjóf, sem stolið hafði dýrum varningi úr minjagripaversluninni við Geysi í Haukadal. Starfsfólk varð þessa áskynja og fylgdist með manninum til að geta vísað lögreglu á hann. Hann kastaði frá sér þýfinu og tók til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi og er hann vistaður í fangageymslum. Þetta er maður af erlendum uppruna, en búsettur hér á landi og hefur áður komist í kast við lögin fyrir þjófnað. Talið er að hann hafi átt sér vitorðsmann, eða menn, því hann var ekki sjálfur á bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×