Innlent

Ofbeldisbrotum fjölgar

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Stefán Eiríksson lögreglustjóri.
Alls hafa verið skráðir 1.181 þjófnaðir á höfuðborgarsvæðinu það sem af er árinu 2013; 282 innbrot, 367 eignaspjöll og 227 ofbeldisbrot. Fjöldi umferðarslysa er 109 það sem af er ári.· Þjófnuðum hefur fækkað um 6 prósent samanborið við sama tímabil árið 2012 og innbrotum um fimmtung og eignaspjöllum um 17 prósent. En, ofbeldisbrotum hefur fjölgað um 11 prósent. Þá hefur umferðarslysum fjölgaði um 12 prósent á milli ára.

Þetta kemur fram í skýrslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út mánaðarlega en þar er farið yfir helstu mál og afbrotatölfræði þeim tengd. Þjófnaðir á GSM-símum voru áberandi í mars líkt og í febrúar og telur lögreglan fulla ástæðu til að minna fólk á að hafa gætur á munum sínum, ekki síst þegar fólk bregður undir sig betri fæti og fer út á lífið.

Skýrsluna má finna hér.

Ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×