Innlent

Pylsur og Eurovision í Blóðbankanum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Blóbankinn hvetur sem flesta til að mæta.
Blóbankinn hvetur sem flesta til að mæta.
Það verður kátt á hjalla í Blóðbankanum í dag á milli klukkan 15:30 og 17:30.

Eurovision-fararnir munu mæta og taka lagið og pylsum verður skellt á grillið. Þetta er í boði Blóðgjafafélags Íslands og Ungmennadeildar BGFÍ, og segir í fréttatilkynningu að uppákoman sé „í tilefni af því að þeir sem gefa blóð eru að bjarga lífi“.

Blóðbankinn, sem er til húsa að Snorrabraut 60, hvetur sem flesta til að mæta og taka þátt, en einnig munu leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta sjá sig.

Hér má sjá Eurovision-farann Eyþór Inga taka lagið við gerð auglýsinga fyrir „Ég á líf“-daginn.

Auglýsing fyrir „Ég á líf“-daginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×