Innlent

Yngri árásarmaðurinn byrjaður að svara spurningum lögreglunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yngri bróðirinn er farinn að svara spurningum lögreglumanna. Sá eldri er fallinn frá.
Yngri bróðirinn er farinn að svara spurningum lögreglumanna. Sá eldri er fallinn frá. Mynd/ AFP.
Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjuárásunum í Boston á mánudag í síðustu viku, er kominn til meðvitundar og er byrjaður að svara spurningum lögreglumanna.

Eins og fram hefur komið getur hann ekki talað vegna þess að hann fékk skot í hálsinn, en hann getur svarað spurningunum skriflega, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Pilturinn, var handtekinn á föstudagskvöld, en bróðir hans var skotinn til bana nóttina áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×