Innlent

Fimmtán ára reyndi að stinga lögreglu af

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Ökumaður skellinöðru reyndi að stinga af um helgina þegar lögreglumenn í Keflavík ætluðu að hafa afskipti af honum.

Aftan á hjólinu sat farþegi með engan hjálm, en hann lét sig hverfa áður en ökumaður tók á flótta.

Að lokum ók hann inn á bílastæði og reyndi að fela sig í skoti á bak við hús.

Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins fimmtán ára og hafði ekki réttindi til að aka skellinöðru. Haft var samband við foreldra drengsins, sem sóttu hann og hjólið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×