Innlent

Anna Heiða fær barnabókaverðlaun

Anna Heiða Pálsdóttir.
Anna Heiða Pálsdóttir.
Anna Heiða Pálsdóttir fékk í dag barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir bókina Mitt eigið Harmagedón sem Salka gaf út. Þessi virtu verðlaun voru nú afhent í 41. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða. Guðni Kolbeinsson fékk verðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson sem JPV útgáfa gaf út. Guðni hefur tvisvar áður fengið þessi verðlaun fyrir afbragðs þýðingu og einu sinni fyrir bestu frumsömdu bókina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×