Innlent

Ársfangelsis krafist yfir Jóhanni Ragnari

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jóhann Ragnar er ákærður fyrir að draga að sér fimmtán milljónir króna sem starfsmaður ÞSS á fjögurra ára tímabili.
Jóhann Ragnar er ákærður fyrir að draga að sér fimmtán milljónir króna sem starfsmaður ÞSS á fjögurra ára tímabili.
Málflutningur um refsikröfu í máli Jóhanns Ragnars Pálssonar, fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, fór fram í morgun og fer ákæruvaldið fram á ársfangelsi.

Jóhann Ragnar er ákærður fyrir að draga að sér fimmtán milljónir króna sem starfsmaður ÞSS á fjögurra ára tímabili, og hefur hann játað brotin og fallist á bótakröfu.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir ákæruvaldið fara fram á upp undir ársfangelsi miðað við dómafordæmi, og býst við að dómsuppsaga fari fram innan þriggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×