Innlent

Rétt rúmlega helmingur vill hlé

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Flestum finnst gaman í bíó en ekki allir njóta hlésins jafn mikið.
Flestum finnst gaman í bíó en ekki allir njóta hlésins jafn mikið.
51 prósent þjóðarinnar vill hafa hlé í kvikmyndahúsum en 49 prósent eru mótfallin þeim. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV greinir frá.

Hlé eru umdeild og ítrekað hefur verið skorað á kvikmyndahúsin að bjóða upp sýningar án hléa.

Athygli vekur að afstaða landans til hléanna er mismunandi eftir því hvar fólk er statt í pólitíkinni.

Framsóknarfólk er hlynntast hléunum og njóta þau stuðnings 59 prósenta kjósenda flokksins. 54 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vill hlé og 52 prósent Sjálfstæðisfólks.

Kjósendur Vinstri grænna eru neikvæðastir í garð hléanna, en 63 prósent þeirra vill þau burt. Þá eru 56 prósent þeirra sem ætla að greiða Bjartri framtíð atkvæði sitt mótfallnir hléum.

Munur er á afstöðu eftir aldri. 74 prósent fólks undir þrítugu eru fylgjandi hléum en aðeins 36 prósent þeirra sem eru sextíu ára og eldri. Þá eru íbúar landsbyggðarinnar hlynntari hléum en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×