Innlent

Stal fatnaði fyrir 400 þúsund

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun á Geysi um klukkan fimm í gær. Ekki var tiltækur mannskapur frá lögreglunni á Selfossi til að sinna verkefninu en lögreglumenn frá Sérsveit ríkislögreglustjóra fóru á staðinn og handtóku manninn.

Hafði maðurinn stolið fatnaði að verðmæti um 400 þúsund króna. Við nánari athugun lögreglu kom í ljós að hann var á reynslulausn vegna fyrri þjófnaðarbrota og var færður fyrir dómara í morgun, sem úrskurðaði að hann skyldi afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingarinnar, eða 180 daga.

Hefur hann nú verið fluttur til afplánunar, innan við sólarhring frá því hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×