Innlent

Aðstoðuðu Ramónu

Landhelgisgæslunni barst klukkan níu í kvöld aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskiskipinu Ramónu ÍS sem var með bilaða vél við Dalatanga.

Flutningaskipið Green Ice, sem var á svæðinu, bauð samstundis fram aðstoð og var fiskiskipinu ráðlagt að þiggja hana þar til björgunarskip kæmi á staðinn samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Var síðan kallað út björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Neskaupstað.

Að sögn varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kom björgunarskipið á vettvang um klukkan tíu og tók það þá fiskiskipið í tog. Eru skipin nú á leið til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×