Innlent

Reiðhjólaþjófnaður algengur

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Þessu reiðhjóli var stolið á sínum tíma.
Þessu reiðhjóli var stolið á sínum tíma.
Lögreglan varar fólk við því, á Facebook, að nokkuð sé um reiðhjólaþjófnað í borginni og því mikilvægt að fólk gæti vel að reiðhjólum sínum; læsi þeim tryggilega og geymi á öruggum stað.

Lögreglan gerist svo nokkuð persónuleg í tilmælum sínum, líkt og hér sé talað af persónulegri reynslu: "Fátt er leiðinlegra en að vera búinn að troða sér í níðþröngar, þartilgerðar reiðhjólabrækur og annan fagfatnað til þess eins að komast að því að reiðhjólinu hefur verið stolið; þess óskum við engum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×