Innlent

Aðalmeðferð í máli Karls Vignis í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Vignir er ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum.
Karl Vignir er ákærður fyrir brot gegn fjórum einstaklingum. Mynd/ Anton.
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Karli Vigni Þorsteinssyni fer fram í dag og stendur hún yfir allan daginn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Karl Vignir er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum einstaklingum, en mál hans var þingfest þann þriðja apríl síðastliðinn.

Ítarlega var fjallað um brot Karls Vignis í Kastjósinu rétt eftir áramótin. Brotasaga hans spannar marga áratugi en flest brota hans eru fyrnd. Hann hefur gengist við nokkrum þeirra brota sem hann var sakaður um í Kastljósinu.

Aðalmeðferðin fer fram fyrir luktum dyrum og því verða engar fréttir sagðar af henni fyrr en að dómur verður kveðinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×