Fuglaflensufaraldur: "Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2013 12:02 Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum." Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
Fuglaflensufaraldur í Kína hefur kostað tuttugu og tvö mannslíf. Yfirvöld á Taívan hafa staðfest að flensan hafi greinst í manni þar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna þessa en sóttvarnalæknir segir þennan nýja stofn sérstaklega varhugaverðan. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun lýsti því yfir í dag að hinn nýji stofn fuglaflensunnar, H7N9, sé sá hættulegasti sem stofnunin hefur tekist á við. Talið er að afbrigðið smitist greiðlega milli manna og dýra. „Þetta var varhugavert vegna þess að dánartíðnin er há. Þeir sem smitast af þessum stofni veikjast illa. Svo er hann sérstaklega varhugaverður vegna þess að það er erfitt að átta sig á því hvaðan veiran er að koma," segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þessi nýji stofn fuglaflensunnar er á marga vegu frábrugðinn þeim sem spratt upp árið 2005 og geisar í raun enn. Sú veira er kölluð H5N1 og vakti óhug víða um heim. Sá stofn og útbreiðsla hans kostaði 332 lífið. Mun auðveldara var að stemma stigum við því afbrigði, enda veiktust fuglarnir og drápust. Þannig gátu vísindamenn rakið rót veirunnar og þróað bóluefni. Sú vinna er skammt á veg komin þegar litið er á nýja afbrigðið. „Þetta sem er að gerast í Kína er erfiðara af því leitinu til að ómögulegt er að sjá hvaðan flensan er að koma." Hún er því óútreiknanlegri en fyrr afbrigði? „Já, það má segja það. En það rétt að ítreka það að hún er ekki að berast milli manna. Það er kostur í stöðunni." Landlæknisembættið fylgist náið með þróun mála í Kína. Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur embættið lýst yfir óvissustigi vegna flensunnar. „Við þurfum að fara vel yfir allan viðbúnað og okkar viðbragðsáætlun við hugsanlegum heimsfaraldri inflúensu,“ segir hann. „Ég vil ítreka það að Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur ekki lagt til neinar ferðatakmarkanir og engar viðskiptahrindranir. Hins vegar höfum við ráðlagt fólki að gæta vel að handþvotti og að forðast svokallaða vokmarkaði. Þar sem er verið að selja lifandi dýr til slástrunar. Menn ættu að forðast það að snerta fiður og aðra parta af fuglum."
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira