Innlent

Leiðtogarnir á Stöð 2 í kvöld

Kappræður formanna flokkanna fara fram í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld og hefjast þær strax að loknum fréttum, klukkan 18.55.

Í umræðunum taka þátt formenn þeirra lista sem kannanir benda til að nái mönnum á þing í alþingiskosningunum á laugardag; þau Guðmundur Steingrímsson fyrir Bjarta framtíð, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrir Framsóknarflokk, Bjarni Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Katrín Jakobsdóttir fyrir Vinstri græna og Birgitta Jónsdóttir fyrir Pírata.

Þættinum stýra þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir. Áætlað er að kapppræðurnar standi í 90 mínútur og verða þær sendar út í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×