Íslendingar með helmingi lægri laun en Færeyingar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2013 19:00 Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira