Innlent

Samkomulag milli Landsbankans og þrotabúsins undirritað í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson forstjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og slitastjórn gamla bankans, LBI, munu í dag skrifa undir samkomulag um endanlegt uppgjör milli nýja bankans og þrotabúsins. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins en Vísir hefur jafnframt fengið heimildir blaðsins staðfestar.

Í frétt á vef Viðskiptablaðsins segir að með þessu samkomulagi verði ljóst hvert virði skilyrts skuldabréfs, sem nýi bankinn mun gefa út til hins gamla, verður. Ef virði þess verður 92 milljarðar muni þrotabú LBI afsala sér öllum eignarhlut sínum í Landsbankanum. Hluturinn rennur til ríkisins, að undanskildum allt að 2% hlut sem starfsmenn nýja bankans geta eignast, samkvæmt samkomulagi frá árinu 2009.

Skrifað verður undir samkomulag klukkan fjögur í dag og samkvæmt upplýsingum Vísis munu fulltrúar bankans senda frá sér yfirlýsingar eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×