Lífið

2000 sóttu um - Íslendingur komst áfram

Ellý Ármanns skrifar
"Skólinn er í Upper West Side í Manhattan í New York," segir Margaryta spurð hvar skólinn er staðsettur.
"Skólinn er í Upper West Side í Manhattan í New York," segir Margaryta spurð hvar skólinn er staðsettur.
Margaryta Popova, 17 ára píanósnillingur frá Úkraínu, hefur búið hér á landi undanfarin fimm ár ásamt úkraínskri móður sinni og stjúpföður sem er íslenskur.  Margaryta gerðist nýverið íslenskur ríkisborgari en hún hefur undanfarið stundað píanónám á IB-braut í Menntaskólanum í Hamrahlíð.



"Myndin er tekin eftir píanókeppni þar sem ég varð í öðru sæti. Á myndinni er ég og dómari í keppninni sem er prófessor frá Moscow Conservatory," segir Margaryta spurð um minni myndina.
Í mars fékk Margaryta inngöngu í virtan skóla í New York, Mannes College Of Music. Það var hinsvegar ekki auðvelt fyrir hana að komast inn því fyrst þreytti hún nokkur inntökupróf ásamt 2000 öðrum píanóleikurum og viti menn Margaryta hefur í haust píanónám í skólanum til BA prófs.

Þreytti fyrst próf á Íslandi

"Fyrst tók ég hæfnispróf hér á Íslandi sem ég þurfti að standast til þess að komast í áheyrnarprufurnar í New York.  2000  píanóleikarar alls staðar úr heiminum tóku þetta hæfnispróf," útskýrir Margaryta.





Komst síðan áfram í 800 manna úrtakið

"Ég komst áfram í 800 manna úrtakið og fór svo til New York í mars og tók próf í tónfræði, solfeggio og ensku.  Síðan fór ég í nokkur viðtöl þar sem ég var spurð um námið mitt á Íslandi og margt fleira en mikilvægast var auðvitað þegar ég spilaði á píanó fyrir dómarana. Dómararnir voru mjög áhugasamir um Ísland, þvi það hafa ekki margir Íslendingar sótt um skólavist í þessum skóla."

Svo fékk hún inngöngu í skólann

"Þetta var mjög erfitt en líka gaman. Mér finnst ennþá ótrulegt að ég hafi verið ein af þeim 30 umsækjendum sem voru valdir úr 800 manna hópnum sem þreytti inntökuprófið."

Við hittum Margarytu í fyrra og fengum hana til að spila á píanóið fyrir okkur.
Elskar Ísland

Hvernig líkar þér að búa á Íslandi? "Mér finnst það yndislegt. Ég elska að vera hér. Alltaf ef ég er erlendis og einhver spyr mig hvaðan ég sé, segi ég bara að ég sé frá Íslandi. Ég er stolt af Íslandi. Landið er mjög einstakt og það hefur sinn eigin stíl bæði í tónlist og tísku og fólk er svo áhugavert. Ungmenni eru mjög hæfileikarík hér," segir þesssi hæfileikaríka stúlka.

16 ára píanósnillingur búsettur á Íslandi (hér má sjá hana spila á píanó).

Dragðu Tarotspil dagsins hér.

Margaryta byrjaði ung að æfa sig á píanó. Æfingarnar hafa heldur betur skilað sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.