ASÍ mótmælir fríverslunarsamningi við Kína Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2013 15:08 Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyrirtæki í Kína, sem þurfa ekki að uppfylla nein þau skilyrði sem þau íslensku þurfa að uppfylla. Afleiðingin af þessum gjörningi er augljós. Hann mun þvinga niður launakjör hér á landi og það sem verra er, þvinga íslensk fyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Kína og selja hana síðan bæði hér og annarsstaðar undir íslenskum merkjum,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé algjört skilyrði af hálfu ASÍ, að við gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki verði bein og ófrávíkjanleg skilyrði um að viðkomandi ríki viðurkenni og framkvæmi í raun allar grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Alþýðusambandið krefst þess að tilgangi heimsóknar forsætisráðherra til Kína verði breytt á þann veg að í stað undirritunar viðskiptasamnings verði teknar upp viðræður um stöðu mannréttindamála í landinu og skyldur Kína gagnvart alþjóðasamfélaginu. Mannréttindi almennings og sér í lagi grundvallarréttindi launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar verða að komast á dagskrá. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyrirtæki í Kína, sem þurfa ekki að uppfylla nein þau skilyrði sem þau íslensku þurfa að uppfylla. Afleiðingin af þessum gjörningi er augljós. Hann mun þvinga niður launakjör hér á landi og það sem verra er, þvinga íslensk fyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Kína og selja hana síðan bæði hér og annarsstaðar undir íslenskum merkjum,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé algjört skilyrði af hálfu ASÍ, að við gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki verði bein og ófrávíkjanleg skilyrði um að viðkomandi ríki viðurkenni og framkvæmi í raun allar grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Alþýðusambandið krefst þess að tilgangi heimsóknar forsætisráðherra til Kína verði breytt á þann veg að í stað undirritunar viðskiptasamnings verði teknar upp viðræður um stöðu mannréttindamála í landinu og skyldur Kína gagnvart alþjóðasamfélaginu. Mannréttindi almennings og sér í lagi grundvallarréttindi launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar verða að komast á dagskrá.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira