Innlent

Anna Kristín ófundin - björgunarsveitarmenn ganga fjörur

Björgunarsveitarmenn leita meðal annars að Önnur Kristínu á hjóli.
Björgunarsveitarmenn leita meðal annars að Önnur Kristínu á hjóli.
Leit stendur enn yfir að Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem hefur verið saknað frá því í gærkvöldi. Fjölmargir björgunarsveitar- og lögreglumenn leita hennar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi og þá er einnig verið að ganga fjörur í Skerjafirði.  

Björgunarsveitarmenn hafa leitað að henni frá því klukkan ellefu í morgun. Anna er 47 ára gömul, rúmlega 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með dökkt stutt hár. Hún er talin vera í brúnum rússkinsjakka, gallabuxum, svörtum stígvélum og með grátt hliðar veski.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Önnu eru beðnir að hafa samband við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu, í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×