Innlent

Eldur í nýuppgerðum Pontiac

Frá vettvangi í gærkvöldi. Eigandinn var nýbúinn að gera bílinn upp.
Frá vettvangi í gærkvöldi. Eigandinn var nýbúinn að gera bílinn upp. Mynd / Kristófer Helgason
Eldur kviknaði í glæsilegri Pontiac bifreið í Hveragerði í gærkvöldi. Eigandinn hafði keypt bílinn notaðan en samkvæmt lögreglu var bíllinn bilaður þegar eigandinn keypti hann.

Eigandinn hafði gert hann upp og mun hafa ætlað að prufukeyra hann í gærkvöldi. Ekki er ljóst hvað gerðist svo en eldur kviknaði mjög snögglega undir vélarhlíf bílsins. Lögreglan á Selfossi var fyrir tilviljun stödd rétt hjá þar sem kviknaði í bílnum.

Þeir komu á vettvang og reyndu að slökkva eldinn með slökkvitæki en það tókst ekki. Kalla varð því út slökkviliðið sem tókst að slökkva eldinn á innan við tíu mínútum. Bíllinn er þó stórskemmdur - hugsanlega gjörónýtur. Það er því ljóst að eigandinn situr eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×