Þakklátur - biður Íslendinga um stuðning Ellý Ármanns skrifar 17. apríl 2013 13:15 Í byrjun apríl ræddi Visir við stýrimanninn Snorra Þór Guðmundsson 41 árs sem starfar á Vestmannaey VE 444. Þá sagði Snorri okkur að hann ætti eina ósk sem er að fá að taka þátt í siglingaskútukeppninni Clipper Round The World Yacht Race en til þess að verða valinn þarf hann að sigra í kosningu á netinu.Snorri í vinnunni.Bjargaði félaga sínum frá drukknun Snorri hefur varið mörgum árum á sjó. Það var árið 1991 sem hann bjargaði félaga sínum Jóhanni Jónssyni frá drukknun. Þá var Snorri annar stýrimaður á Sjávarborginni GK þegar Jóhann féll útbyrðis en þá var skipið á veiðum á Dohrnbanka. Þetta mikla björgunarafrek vakti verðskuldaða athygli um land allt á þeim tíma. "Maðurinn sem ég bjargaði launaði mér svo lífsgjöfina með því að skíra son sinn eftir mér. Hann heitir Jón Snorri Jóhannsson," sagði Snorri meðal annars spurður út í afrekið.Sá að maður á aldrei að gefast upp"Ég var ungur og nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum í Eyjum en ég kem frá Þingeyri við Dýrafjörð. Ég framkvæmdi þarna það sem ég hafði lært en áttaði mig ekki fyrr en eftir á hvað ég hafði gert. Ég lærði að meta lífið meir og eftir að hafa fylgst með félaga mínum lifa af í hálftíma í sjó sem var -0,1 gráða sá ég að maður á aldrei að gefast upp. Ég átti líka heima á Flateyri þegar flóðin féllu og þá var það sama upp á teningnum að gefast ekki upp," sagði Snorri einnig spurður út í björgunina og hvernig hún breytti viðhorfum hans til lífsins.Hjónin Sif Sigtryggsdóttir og Snorri. Við fengum leyfi til að birta þessa mynd af þeim.Þakklátur fyrir stuðninginn Fjöldi Íslendinga hafa sýnt þér stuðning í verki og kosið þig en nægir það? "Viðbrögðin hafa verði frábær en núna er lokaspretturinn í kosningunni sem lýkur 23. apríl. Hinir umsækjendurnir hafa verið að sækja verulega á og mig vantar bara gott forskot í atkvæðin svo ég sanni að bak við mig er stór hópur sem styður mig. Að vera efstur með nógu mörg atkvæði munu auka möguleika mína á að fara alla leið," útskýrir Snorri bjartsýnn á framhaldið.Keppnin sem Snorri er að sækja um að taka þátt í er hugarfóstur siglingakappans Sir Robin Knox sem fyrstur manna sigldi einn án þess að stoppa hringinn í kringum jörðina.Fær hvatningarpósta frá Íslendingum "Eftir að greinin á Visi birtist þá fékk ég fjöldan allan af atkvæðum. Í kjölfarið fékk ég fjölmarga hvatningarpósta frá bæði fólki sem ég þekki og eins frá fólki sem ég þekkti ekki neitt en það vildi styðja mig í að elta drauminn um að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimi," segir Snorri og þakklæti hans fer ekki á milli mála.Hér er mynd af síðunni hans Snorra í umsókninni. Sjáðu rauða hringinn - þarna smellir þú og setur inn netfangið þitt - svo þarftu að staðfesta í svari á töluvpósti sem þú færð sendan í kjölfarið. Hjálpum Snorra að láta drauminn rætast! Þetta er einn smellur.Verðugur og hæfur aðili verður valinn "Framundan er biðin eftir að lokaákvörðun stjórnenda keppninnar verði tekin. Þeir fara yfir kosninguna sem fer fram á internetinu og umsækjendur en þeir vilja ganga úr skugga um að það séu raunveruleg atkvæði á bak við hvern keppanda og þar fari verðugur aðili sem er hæfur." "Þann 9. maí verða svo tólf aðilar kallaðir í viðtal og 11. maí verða þrír einstaklingar valdir til að fá að sigla þann legg sem þeir sóttu um."Ég þarf að sanna mig fyrir stjórnendum "Auðvitað er kosningin bara einn hluti af því að komast að og ég þarf að sanna mig fyrir þeim sem stjórna. Núna hefur sá næsti fyrir neðan mig verið að hækka hratt í kosningunni. Hvað gerist á lokadögunum veit enginn svo ég biðla til Íslendinga um að eyða nokkrum mínútum í að kjósa mig með tölvupósti og staðfesta svo atkvæðið í tölvupósti sem kemur í kjölfarið," segir Snorri. "Eins vil ég þakka öllum sem hafa gefið sér tíma til að kjósa mig og lesa sig til um keppnina," bætir hann við. Þetta er einfalt. Ef þú vilt hjálpa Snorra þá smellir þú á þennan link:Hér getur þú aðstoðað Snorra við að láta drauminn hans rætast. VOTE NOW stendur hægra megin á síðunni. Þú smellir á linkinn, setur inn netfangið þitt og staðfestir svo í svari þegar þú færð tölvupóst um staðfestingu."Svona er staðan núna. Sá sem er kominn í annað sætið hefur safnað þessum atkvæðum síðasta sólahring..." skrifar Snorri með þessari mynd.Smelltu hérna, kjóstu og staðfestu þitt atkvæði með tölvupósti. Hjálpum stýrimanninum að fá draum sinn uppfylltan - þetta er einn smellur! Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira
Í byrjun apríl ræddi Visir við stýrimanninn Snorra Þór Guðmundsson 41 árs sem starfar á Vestmannaey VE 444. Þá sagði Snorri okkur að hann ætti eina ósk sem er að fá að taka þátt í siglingaskútukeppninni Clipper Round The World Yacht Race en til þess að verða valinn þarf hann að sigra í kosningu á netinu.Snorri í vinnunni.Bjargaði félaga sínum frá drukknun Snorri hefur varið mörgum árum á sjó. Það var árið 1991 sem hann bjargaði félaga sínum Jóhanni Jónssyni frá drukknun. Þá var Snorri annar stýrimaður á Sjávarborginni GK þegar Jóhann féll útbyrðis en þá var skipið á veiðum á Dohrnbanka. Þetta mikla björgunarafrek vakti verðskuldaða athygli um land allt á þeim tíma. "Maðurinn sem ég bjargaði launaði mér svo lífsgjöfina með því að skíra son sinn eftir mér. Hann heitir Jón Snorri Jóhannsson," sagði Snorri meðal annars spurður út í afrekið.Sá að maður á aldrei að gefast upp"Ég var ungur og nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum í Eyjum en ég kem frá Þingeyri við Dýrafjörð. Ég framkvæmdi þarna það sem ég hafði lært en áttaði mig ekki fyrr en eftir á hvað ég hafði gert. Ég lærði að meta lífið meir og eftir að hafa fylgst með félaga mínum lifa af í hálftíma í sjó sem var -0,1 gráða sá ég að maður á aldrei að gefast upp. Ég átti líka heima á Flateyri þegar flóðin féllu og þá var það sama upp á teningnum að gefast ekki upp," sagði Snorri einnig spurður út í björgunina og hvernig hún breytti viðhorfum hans til lífsins.Hjónin Sif Sigtryggsdóttir og Snorri. Við fengum leyfi til að birta þessa mynd af þeim.Þakklátur fyrir stuðninginn Fjöldi Íslendinga hafa sýnt þér stuðning í verki og kosið þig en nægir það? "Viðbrögðin hafa verði frábær en núna er lokaspretturinn í kosningunni sem lýkur 23. apríl. Hinir umsækjendurnir hafa verið að sækja verulega á og mig vantar bara gott forskot í atkvæðin svo ég sanni að bak við mig er stór hópur sem styður mig. Að vera efstur með nógu mörg atkvæði munu auka möguleika mína á að fara alla leið," útskýrir Snorri bjartsýnn á framhaldið.Keppnin sem Snorri er að sækja um að taka þátt í er hugarfóstur siglingakappans Sir Robin Knox sem fyrstur manna sigldi einn án þess að stoppa hringinn í kringum jörðina.Fær hvatningarpósta frá Íslendingum "Eftir að greinin á Visi birtist þá fékk ég fjöldan allan af atkvæðum. Í kjölfarið fékk ég fjölmarga hvatningarpósta frá bæði fólki sem ég þekki og eins frá fólki sem ég þekkti ekki neitt en það vildi styðja mig í að elta drauminn um að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimi," segir Snorri og þakklæti hans fer ekki á milli mála.Hér er mynd af síðunni hans Snorra í umsókninni. Sjáðu rauða hringinn - þarna smellir þú og setur inn netfangið þitt - svo þarftu að staðfesta í svari á töluvpósti sem þú færð sendan í kjölfarið. Hjálpum Snorra að láta drauminn rætast! Þetta er einn smellur.Verðugur og hæfur aðili verður valinn "Framundan er biðin eftir að lokaákvörðun stjórnenda keppninnar verði tekin. Þeir fara yfir kosninguna sem fer fram á internetinu og umsækjendur en þeir vilja ganga úr skugga um að það séu raunveruleg atkvæði á bak við hvern keppanda og þar fari verðugur aðili sem er hæfur." "Þann 9. maí verða svo tólf aðilar kallaðir í viðtal og 11. maí verða þrír einstaklingar valdir til að fá að sigla þann legg sem þeir sóttu um."Ég þarf að sanna mig fyrir stjórnendum "Auðvitað er kosningin bara einn hluti af því að komast að og ég þarf að sanna mig fyrir þeim sem stjórna. Núna hefur sá næsti fyrir neðan mig verið að hækka hratt í kosningunni. Hvað gerist á lokadögunum veit enginn svo ég biðla til Íslendinga um að eyða nokkrum mínútum í að kjósa mig með tölvupósti og staðfesta svo atkvæðið í tölvupósti sem kemur í kjölfarið," segir Snorri. "Eins vil ég þakka öllum sem hafa gefið sér tíma til að kjósa mig og lesa sig til um keppnina," bætir hann við. Þetta er einfalt. Ef þú vilt hjálpa Snorra þá smellir þú á þennan link:Hér getur þú aðstoðað Snorra við að láta drauminn hans rætast. VOTE NOW stendur hægra megin á síðunni. Þú smellir á linkinn, setur inn netfangið þitt og staðfestir svo í svari þegar þú færð tölvupóst um staðfestingu."Svona er staðan núna. Sá sem er kominn í annað sætið hefur safnað þessum atkvæðum síðasta sólahring..." skrifar Snorri með þessari mynd.Smelltu hérna, kjóstu og staðfestu þitt atkvæði með tölvupósti. Hjálpum stýrimanninum að fá draum sinn uppfylltan - þetta er einn smellur!
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Sjá meira