Lærði að meta lífið - neitar að gefast upp Ellý Ármanns skrifar 7. apríl 2013 09:30 Snorri Þór Guðmundsson 41 árs stýrimaður á Vestmannaey VE 444 reynir nú allt hvað hann getur til að láta draum sinn rætast sem er að taka þátt í siglingaskútukeppni í kringum heiminn sem ber heitið Clipper Round The World Yacht Race."Þetta er keppni þar sem venjulegt fólk stígur út úr sínu venjulega umhverfi og tekur þátt í einni erfiðustu siglingakeppni sem stendur yfir í ellefu mánuði. Það er siglt í kringum hnöttinn og fólk allsstaðar úr heiminum sækir um að fá sæti um borð í skútunum sem eru allar eins. Keppnin er hugarfóstur siglingakappans Sir Robin Knox sem fyrstur manna sigldi einn án þess að stoppa hringinn í kringum jörðina," útskýrir Snorri.Bjargaði félaga sínum frá drukknun Snorri hefur varið mörgum árum á sjó en árið 1991 bjargaði hann félaga sínum Jóhanni Jónssyni frá drukknun. Þá var Snorri annar stýrimaður á Sjávarborginni GK þegar Jóhann féll útbyrðis en þá var skipið á veiðum á Dohrnbanka. Þetta mikla björgunarafrek vakti verðskuldaða athygli um land allt á þeim tíma. "Ég var ungur og nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum í Eyjum en ég kem frá Þingeyri við Dýrafjörð. Ég framkvæmdi þarna það sem ég hafði lært en áttaði mig ekki fyrr en eftir á hvað ég hafði gert. Ég lærði að meta lífið meir og eftir að hafa fylgst með félaga mínum lifa af í hálftíma í sjó sem var -0,1 gráða sá ég að maður á aldrei að gefast upp. Ég átti líka heima á Flateyri þegar flóðin féllu og þá var það sama upp á teningnum að gefast ekki upp," segir Snorri spurður út í björgunina og hvernig hún hefur breytt viðhorfum hans til lífsins. "Maðurinn sem ég bjargaði launaði mér svo lífsgjöfina með því að skíra son sinn eftir mér. Hann heitir Jón Snorri Jóhannsson."Snorri er tilbúinn til að kljást við 27 metra háar öldur í skútukeppninni ef hann nær kosningu.Ákvað að láta slag standa og elta drauminn "Að eiga möguleika að taka þátt í einum legg þessara miklu keppni er ævintýri og draumur. Ég sá auglýsingu um þessa keppni eina nótt fyrir nokkrum dögum. Þar stóð að í boði væri sæti í einum erfiðasta leggnum frá S-Afríku til Ástralíu þá lét ég slag standa og setti inn umsókn," segir Snorri.Hér erlinkurá legginn (leiðin sem Snorri er að sækja um að fá að sigla).Snorri og Sif Sigtryggsdóttir eiginkona hans sem ætlar að styðja Snorra í að láta drauminn hans rætast.Mikil áskorun að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimiEr þetta ekki rándýrt? "Auðvitað fylgir þessu kostnaður en ef maður eltir ekki draumana þá er lífið litlaust. Það sem ég vonast eftir er að koma andlega og líkamlega betur út úr þessu. Það er mikil áskorun að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimi en það er eitthvað sem hefur verið draumur minn lengi. Ef ég safna nógu mörgum atkvæðum eru möguleikarnir á að komast í úrslitahópinn sem valið verður úr hver hreppir sætið í keppninni góðir," segir hann.Hér er mynd af síðunni hans Snorra í umsókninni. Sjáðu rauða hringinn - þarna smellir þú og setur inn netfangið þitt. Hjálpum Snorra að láta drauminn rætast! Þetta er einn smellur.Biður Íslendinga um aðstoð - kosning á netinu "Mig langar að hvetja sem flesta til að fara inn á síðuna mína, kjósa og staðfesta svo í tölvupóstinum sem kemur til þeirra í kjölfarið. Vinir mínir á facebook hafa verið einstaklega duglegir að deila síðunni og kjósa, svo takk til þeirra allra. Að eiga möguleika að taka þátt í einum legg þessara miklu keppni er ævintýri og draumur." "Sem stendur er ég í 17. sæti af 180 en sú sem trónir á toppnum er með 1667 athvæði en ég er með 454 svo það er nóg eftir."Þakklátur og bjartsýnn "Það sem er mikilvægt er að kjósa með tölvuskeyti og staðfesta svo í tölvupóstinum en þá aukast möguleikarnir að ég komist í lokahópinn og þar get ég sannað að ég eigi heima í þessari keppni. Svo kemur í ljós í maí hvort draumur minn verður að veruleika. En takk til allra sem hafa kosið mig," segir Snorri þegar við kveðjum hann.Smelltu hér ef þú vilt kjósa Snorra:Hér getur þú aðstoðað Snorra við að láta drauminn hans rætast. VOTE NOW stendur hægra megin á síðunni. Þú smellir á linkinn, setur inn netfangið þitt og staðfestir svo í svari þegar þú færð tölvupóst um staðfestingu."Leggurinn (leiðin) sem ég er að sækjast eftir stendur yfir frá október til nóvember en keppnin hefst formlega í júlí á þessu ári og lýkur í júlí 2014." Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira
Snorri Þór Guðmundsson 41 árs stýrimaður á Vestmannaey VE 444 reynir nú allt hvað hann getur til að láta draum sinn rætast sem er að taka þátt í siglingaskútukeppni í kringum heiminn sem ber heitið Clipper Round The World Yacht Race."Þetta er keppni þar sem venjulegt fólk stígur út úr sínu venjulega umhverfi og tekur þátt í einni erfiðustu siglingakeppni sem stendur yfir í ellefu mánuði. Það er siglt í kringum hnöttinn og fólk allsstaðar úr heiminum sækir um að fá sæti um borð í skútunum sem eru allar eins. Keppnin er hugarfóstur siglingakappans Sir Robin Knox sem fyrstur manna sigldi einn án þess að stoppa hringinn í kringum jörðina," útskýrir Snorri.Bjargaði félaga sínum frá drukknun Snorri hefur varið mörgum árum á sjó en árið 1991 bjargaði hann félaga sínum Jóhanni Jónssyni frá drukknun. Þá var Snorri annar stýrimaður á Sjávarborginni GK þegar Jóhann féll útbyrðis en þá var skipið á veiðum á Dohrnbanka. Þetta mikla björgunarafrek vakti verðskuldaða athygli um land allt á þeim tíma. "Ég var ungur og nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum í Eyjum en ég kem frá Þingeyri við Dýrafjörð. Ég framkvæmdi þarna það sem ég hafði lært en áttaði mig ekki fyrr en eftir á hvað ég hafði gert. Ég lærði að meta lífið meir og eftir að hafa fylgst með félaga mínum lifa af í hálftíma í sjó sem var -0,1 gráða sá ég að maður á aldrei að gefast upp. Ég átti líka heima á Flateyri þegar flóðin féllu og þá var það sama upp á teningnum að gefast ekki upp," segir Snorri spurður út í björgunina og hvernig hún hefur breytt viðhorfum hans til lífsins. "Maðurinn sem ég bjargaði launaði mér svo lífsgjöfina með því að skíra son sinn eftir mér. Hann heitir Jón Snorri Jóhannsson."Snorri er tilbúinn til að kljást við 27 metra háar öldur í skútukeppninni ef hann nær kosningu.Ákvað að láta slag standa og elta drauminn "Að eiga möguleika að taka þátt í einum legg þessara miklu keppni er ævintýri og draumur. Ég sá auglýsingu um þessa keppni eina nótt fyrir nokkrum dögum. Þar stóð að í boði væri sæti í einum erfiðasta leggnum frá S-Afríku til Ástralíu þá lét ég slag standa og setti inn umsókn," segir Snorri.Hér erlinkurá legginn (leiðin sem Snorri er að sækja um að fá að sigla).Snorri og Sif Sigtryggsdóttir eiginkona hans sem ætlar að styðja Snorra í að láta drauminn hans rætast.Mikil áskorun að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimiEr þetta ekki rándýrt? "Auðvitað fylgir þessu kostnaður en ef maður eltir ekki draumana þá er lífið litlaust. Það sem ég vonast eftir er að koma andlega og líkamlega betur út úr þessu. Það er mikil áskorun að sigla í einu erfiðasta siglingaumhverfi í heimi en það er eitthvað sem hefur verið draumur minn lengi. Ef ég safna nógu mörgum atkvæðum eru möguleikarnir á að komast í úrslitahópinn sem valið verður úr hver hreppir sætið í keppninni góðir," segir hann.Hér er mynd af síðunni hans Snorra í umsókninni. Sjáðu rauða hringinn - þarna smellir þú og setur inn netfangið þitt. Hjálpum Snorra að láta drauminn rætast! Þetta er einn smellur.Biður Íslendinga um aðstoð - kosning á netinu "Mig langar að hvetja sem flesta til að fara inn á síðuna mína, kjósa og staðfesta svo í tölvupóstinum sem kemur til þeirra í kjölfarið. Vinir mínir á facebook hafa verið einstaklega duglegir að deila síðunni og kjósa, svo takk til þeirra allra. Að eiga möguleika að taka þátt í einum legg þessara miklu keppni er ævintýri og draumur." "Sem stendur er ég í 17. sæti af 180 en sú sem trónir á toppnum er með 1667 athvæði en ég er með 454 svo það er nóg eftir."Þakklátur og bjartsýnn "Það sem er mikilvægt er að kjósa með tölvuskeyti og staðfesta svo í tölvupóstinum en þá aukast möguleikarnir að ég komist í lokahópinn og þar get ég sannað að ég eigi heima í þessari keppni. Svo kemur í ljós í maí hvort draumur minn verður að veruleika. En takk til allra sem hafa kosið mig," segir Snorri þegar við kveðjum hann.Smelltu hér ef þú vilt kjósa Snorra:Hér getur þú aðstoðað Snorra við að láta drauminn hans rætast. VOTE NOW stendur hægra megin á síðunni. Þú smellir á linkinn, setur inn netfangið þitt og staðfestir svo í svari þegar þú færð tölvupóst um staðfestingu."Leggurinn (leiðin) sem ég er að sækjast eftir stendur yfir frá október til nóvember en keppnin hefst formlega í júlí á þessu ári og lýkur í júlí 2014."
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Sjá meira