Réðst á bróður afa síns Jóhannes Stefánsson skrifar 17. apríl 2013 15:40 Dómur féll í málinu í dag Mynd/ Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Gústaf Reyni Gylfason í þriggja ára og sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás. Þá var ákærða gert að greiða 1.327.969,- krónur í miska- og skaðabætur. Í lýsingu á málavöxtum kemur fram að þann 10. febrúar ruddist ákærði ölvaður í heimildarleysi inn á heimili brotaþola með því að kasta stórum stein í gegnum rúðu á húsinu og fara þannig inn í stofu hússins. Þar veittist ákærði með hrottafengnum hætti að brotaþola með því að slá í höfuð og búk brotaþola. Þá barði hann ítrekað með 15,5 kg þungum stól. Brotaþoli hlaut mikla áverka og heilablæðingu við árásina en í dóminum kemur fram að ekki hafi verið hægt að sjá augu hans vegna þess hversu bólgið andlit hans var á vettvangi. Þá var íbúð hans mjög illa leikin eftir atlöguna. Heyrn brotaþola versnaði mjög eftir árásina. Ákærði játaði brot sín greiðlega, sem var metið honum til refsilækkunar. Hins vegar urðu ýmis atriði þess valdandi að refsingin var þyngd, meðal annars að árásin átti sér stað á heimili brotaþola.„Ég hataði hann af öllu mínu hjarta" Ákærði og brotaþoli eru tengdir fjölskylduböndum, en móðir ákærða er bróðurdóttir brotaþola. Af dóminum má ráða að rót málsins má rekja til meintrar kynferðislegrar misnotkunar brotaþola á barnungri móður ákærða. Ákærði hélt því fram að er hann gekk framhjá heimili brotaþola hafi „smollið eitthvað í hausnum á honum" og honum hefði skyndilega dottið í hug að ganga í skrokk á brotaþola. Fyrir dómi sagði ákærði að hann hefði hatað brotaþola af öllu sínu hjarta vegna hinna ætluðu brota hans gagnvart móður sinni. Ákærði tók það þó fram að hann hefði ekki haft ásetning til að drepa brotaþola. Ákærði, sem er 24 ára, hefur áður verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og akstur undir áhrifum fíkniefna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun dómsins af hálfu ákærða. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag Gústaf Reyni Gylfason í þriggja ára og sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás. Þá var ákærða gert að greiða 1.327.969,- krónur í miska- og skaðabætur. Í lýsingu á málavöxtum kemur fram að þann 10. febrúar ruddist ákærði ölvaður í heimildarleysi inn á heimili brotaþola með því að kasta stórum stein í gegnum rúðu á húsinu og fara þannig inn í stofu hússins. Þar veittist ákærði með hrottafengnum hætti að brotaþola með því að slá í höfuð og búk brotaþola. Þá barði hann ítrekað með 15,5 kg þungum stól. Brotaþoli hlaut mikla áverka og heilablæðingu við árásina en í dóminum kemur fram að ekki hafi verið hægt að sjá augu hans vegna þess hversu bólgið andlit hans var á vettvangi. Þá var íbúð hans mjög illa leikin eftir atlöguna. Heyrn brotaþola versnaði mjög eftir árásina. Ákærði játaði brot sín greiðlega, sem var metið honum til refsilækkunar. Hins vegar urðu ýmis atriði þess valdandi að refsingin var þyngd, meðal annars að árásin átti sér stað á heimili brotaþola.„Ég hataði hann af öllu mínu hjarta" Ákærði og brotaþoli eru tengdir fjölskylduböndum, en móðir ákærða er bróðurdóttir brotaþola. Af dóminum má ráða að rót málsins má rekja til meintrar kynferðislegrar misnotkunar brotaþola á barnungri móður ákærða. Ákærði hélt því fram að er hann gekk framhjá heimili brotaþola hafi „smollið eitthvað í hausnum á honum" og honum hefði skyndilega dottið í hug að ganga í skrokk á brotaþola. Fyrir dómi sagði ákærði að hann hefði hatað brotaþola af öllu sínu hjarta vegna hinna ætluðu brota hans gagnvart móður sinni. Ákærði tók það þó fram að hann hefði ekki haft ásetning til að drepa brotaþola. Ákærði, sem er 24 ára, hefur áður verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og akstur undir áhrifum fíkniefna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun dómsins af hálfu ákærða.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira