Innlent

Grunaður um fjárdrátt

Starfsmanni við bókhald í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um fjárdrátt. Þetta kemur fram á vef Vikudags á Akureyri. Þar segir að við innra eftirlit hafi vaknað grunsemdir um að ekki væri allt með felldu við meðferð á fjármunum tengdum skólanum.

Ríkisendurskoðun hefur verið látin vita af málinu og mun stofnunin rannsaka málið með stjórnendum skólans. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans, vildi ekki, í samtali við Vikudag, tjá sig um hver hinn grunaði væri né hversu mikið fé um væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×